Samkeppni um teikningu að mosku ýtt úr vör Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2015 12:16 Moskan sem rís í Sogamýri verður 800 fm að flatarmáli og kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Að öllu óbreyttu mun Félag íslenskra múslíma og Arkítektafélagið undirrita samning um samkeppni um teikningu að mosku í dag. Gert er ráð fyrir að moskan kosti um 300 milljónir króna. Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma, segir fyrirhugaða byggingu mosku í Sogamýrinni á áætlun. Í dag verður stigið stórt skref í þá átt að byggingin rísi. Fundað verður með Arkítektafélaginu í dag, og líkast til verður þá gengið frá undirritun samnings um samkeppnina; samkeppnislýsing verður gerð opinber í dag. „Við höfum lengi verið í samvinnu við Arkítektafélagið að koma á samkeppni um hvernig moskan á að líta út. Og, það verður vonandi endanlega gengið frá því í dag. Svo verða þau gögn gerð opinber og samkeppnin hefst. Fyrstu verðlaun verða einhvers staðar í kringum 2,5 milljón,“ segir Sverrir.Þeir sem eru andsnúnir því að moska rísi í Sogamýrinni hafa gengið býsna langt í að koma þeirri skoðun sinni á framfæri.Fyrirhuguð bygging hefur verið mjög umdeild, þannig vakti það athygli þegar henni var mótmælt með því að dreift var svínahausum á lóðina þar sem hún mun rísa og borgarfulltrúar Framsóknarflokksins og flugvallavina hafa mótmælt því að hún rísi á þessum stað. Sverrir lætur það ekki trufla sig hið minnsta. Byggingin verður 800 fermetrar að flatarmáli. En, hvernig verður hún fjármögnuð? „Við förum bara af stað og biðjum einstaklinga um víða veröld að styrkja okkur. Við höfum ekki verið samræðum við neinn, aðeins reifað þetta við stærri sjóði en það hefur ekki komið neitt jákvætt út úr því enn.“Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina hafa lýst sig andsnúna því að byggingin rísi í Sogamýri.Kostnaðaráætlun hljóðar uppá um 300 milljónir. Moskubyggingar eru sérhæfðar, engar sérstakar útlitskröfur verða settar í samkeppnislýsinguna en Sverrir segir moskur víða mjög fallegar. Og hún mun væntanlega setja mark sitt á umhverfið? „Jahh, þetta er nú ekki mikið hærra en ljósastaurarnir á svæðinu. Þetta er ekki ein bygging. Margir sjá þetta fyrir sér sem einhverja risabyggingu. Þetta er ein af þremur byggingum sem hafa verið skipulagðar inná þennan reit. Ekki eins og þetta sé að fara að yfirtaka allt umhverfið,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslíma.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira