FCK sigur í Kaupmannahafnarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 16:07 Rúrik í leik með FCK. Vísir/Getty FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira