FCK sigur í Kaupmannahafnarslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 16:07 Rúrik í leik með FCK. Vísir/Getty FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
FCK vann Bröndby í mesta grannaslagnum í danska fótboltanum. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum sem er einn sá sögufrægasti á Norðurlöndunum. FCK byrjaði leikinn afar vel og Ludwig Augustinsson þrumaði boltanum í stöngina úr aukaspyrnu þegar rúm ein mínúta var liðin af leiknum. Stemningin var mögnuð á vellinum. Heimamenn voru ívið betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu betri færi. Hægt og rólega komust gestirnir inn í leikinn og Stephen Andersen varði meðal annars vel. Rúrik Gíslason gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hann var togaður niður, en Jakob Kehlet, dómara leiksins, lét sér fátt um finnast. Daniel Agger, fyrrum leikmaður Liverpool, þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik. Agger virtist vera veikur og fór sárþjáður af velli. Staðan virtist ætla vera jöfn í hálfleik, en Daniel Amartey var ekki á sama máli. Hann skoraði með þrumufleyg tveimur mínútum fyrir hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik. Jose Ariel Nunez jafnaði metinn fyrir Bröndby á 47. mínútu. Flott sókn hjá Bröndby endaði með fyrirgjöf þar sem boltinn endaði hjá Jose Ariel Nunez sem jafnaði metin. Heimamenn voru þó ekki lengi að ná forystunni aftur. Fimm mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Ludwig Augustinsson tók. Nicolai Jörgensen stangaði boltann í netið og staðan 2-1 fyrir FCK. Rúrik Gíslasyni var skipt af velli eftir 69. mínútna leik, en Rúrik var duglegur á kantinum og skilaði fínu dagsverki. Sex mínútum síðar var Hólmberti Friðjónssyni skipt inn í fremstu víglínu Bröndby. Bröndby-menn gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna metin, en fyrirliðinn Thomas Delaney gerði út um leikinn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 sigur FCK sem er í öðru sætinu, sjö stigum á eftir Midtjylland. Bröndby í fimmta sæti.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira