Erlent

Landamæri Líberíu opnuð aftur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Landamæri Líberíu verða opnuð að nýju á morgun. Þeim var lokað fyrir tæpum sjö mánuðum síðan vegna ebólufaraldursins sem þar geisar.

Frá þessu greindi forseti Líberíu, Ellen Johnson Sirleaf, í dag. Hún aflétti jafnframt útgöngubanni sem í gildi hefur verið í um hálft ár en það var liður í að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá hafa skólar verið lokaðir í rúma fimm mánuði en þeir voru einnig opnaðir í dag.

Þrjú ríki í Vestur-Afríku urðu afar illa úti í faraldrinum, en auk Líberíu er það Gínea og Síerra Leóne. 9.365 hafa orðið faraldrinum að bana, þar af 3.900 í Líberíu. Nýjum tilfellum í Líberíu hefur fækkað umtalsvert, en tvö greindust þar í landi í síðustu viku. Í Gíneu greindust 52 ný tilfelli og 74 í Síerra Leóne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×