Enski boltinn

Rodgers: Sturridge er besti enski framherjinn - ekki Kane

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel Sturridge er mættur aftur eftir meiðsli.
Daniel Sturridge er mættur aftur eftir meiðsli. vísir/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er harður á því að Daniel Sturridge sé besti enski framherjinn í dag en ekki Harry Kane, þrátt fyrir að Tottenham-maðurinn hafi verið í hörkuformi á leiktíðinni.

Kane afgreiddi Arsenal með tveimur mörkum í 2-1 sigri í norður-Lundúnaslagnum á laugardaginn og er nú búinn að skora tólf mörk í úrvalsdeildinni og 22 í öllum keppnum á tímabilinu.

Sturridge, sem var næstmarkahæstur í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 21 mark, hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili og aðeins skorað tvö mörk í fjórum leikjum.

Samt sem áður segir Rodgers hann vera það besta sem England á í dag: „Fyrir mér er enginn betri en Daniel Sturridge,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi í gær fyrir leik Liverpool og Tottenham í úrvalsdeildinni í kvöld.

„Sturridge hefur allt í sínum leik þegar hann spilar reglulega; hann skorar, er hraður, kraftmikill og hefur hreinlega allt. Það er enginn enskur framherji betri en hann.“

„En ég veit að Daniel veit af öðrum ungum enskum framherja sem er að koma upp. Þeir munu hjálpast að þegar þeir spila landsleiki,“ sagði Brendan Rodgers.

Liverpool og Tottenham er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD klukkan 19.50 í kvöld.


Tengdar fréttir

Messan: Góð regla að snerta stöngina

"Ég hélt að Twitter ætlaði á hliðina. Guð var mættur," sagði Guðmundur Benediktsson og vitnaði þar í markið hjá Daniel Sturridge um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×