Enski boltinn

Tottenham upp í fjórða sætið | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harry Kane hetja
Harry Kane hetja Vísir/Getty
Tottenham lagði Arsenal 2-1 á heimvelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Harry Kane var hetja liðsins.

Þjóðverjinn Mesut Özil kom Arsenal yfir strax á 11. mínútu en leikurinn fór mjög skemmtilega af stað og var í raun hin besta skemmtun frá upphafi til enda.

Það var mikill hraði í leiknum og sóttu liðin til skiptis en engu að síður var ekki meira skorað í fyrri hálfleik.

Tottenham hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og jafnaði Harry Kane metin á 11. mínútu hálfleiksins.

Tottenham var mun meira með boltann og náði að nýta þá yfirburði sína þegar Kane skoraði aftur á 86. mínútu og tryggði Tottenham stigin þrjú.

Arsenal freistaði þess að beita skyndisóknum allan seinni hálfleikinn en þegar liðið var lent undir sótti liðið það sem eftir lifði leiks en án árangurs.

Tottenham fór upp fyrir Arsenal og upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Tottenham er með 43 stig í 24 leikjum, með stigi meira en Southampton og Arsenal.

Özil kemur Arsenal yfir: Kane jafnar fyrir Tottenham: Kane tryggir Tottenham sigurinn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×