Enski boltinn

Messan: Kane lítur ekki út eins og súperstjarna

Harry Kane hefur slegið í gegn hjá Tottenham í vetur og strákarnir í Messunni skiptust á skoðunum um strákinn.

„Það er langt síðan að það kom svona ungur enskur strákur sem skorar mikið," sagði Hjörvar Hafliðason en Guðmundu Benediktsson gagnrýndi Spurs fyrir að semja of fljótt við unga menn sem lofa góðu.

Gummi hefur ekki trú á Kane.

„Það er leiðinlegt að segja það en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane muni spila í Championship-deildinni með Nott. Forest eða Sheff. Utd eftir svona tvö og hálft til þrjú ár."

Hjörvar var ekki sammála því.

„Ég get lofað þér því að svo verður ekki. Þessi strákur hefur margt að bera. Þér finnst hann skrýtinn í útliti," segir Hjörvar við Gumma. „Er vandamálið að hann lítur ekki út eins og súperstjarna?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×