Enski boltinn

Van Gaal: Rooney gæti spilað aftur sem framherji í næstu viku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney skorar minna á miðjunni.
Wayne Rooney skorar minna á miðjunni. vísir/getty
Wayne Rooney á sér enn framtíð sem framherji hjá Manchester United að sögn Louis van Gaal, knattspyrnustjóra þess.

Fyrirliðinn Rooney hefur nú ekki skorað í átta leikjum í röð eftir að vera færður á miðjuna, en hann verður væntanlega á miðjunni þegar United tekur á móti nýliðum Burnley í úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus

„Þetta getur breyst í hverri viku. Það fer bara eftir kringumstæðum,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær.

Markamet Sir Bobby Charlton (249 mörk) hjá Manchester United er tæplega í hættu á meðan Rooney spilar á miðjunni, en hann er búinn að skora 224 mörk fyrir liðið.

Rooney er búinn að skora átta mörk í 22 leikjum á þessari leiktíð og er nú í þriðja sæti yfir markahæstu menn Manchester United á eftir Denis Law og Sir Bobby.

Van Gaal sagði í gær að Rooney væri notaður aftar á vellinum til að styðja við hina framherjana; Robin van Persie og Radamel Falcao.

„Þegar ég spila ekki á Falcao spyrjið þið hvar hann er. Þegar ég spila ekki Van Persie spyrjið þið hvar hann er,“ sagði Hollendingurinn pirraður í gær.

„Ég veit að þegar ég spila Rooney á miðjunni er hann ekki alltaf í bestu færunum til að skora.“

Manchester United féll niður í fimmta sæti deildarinnar í gær þegar Arsenal vann Leicester, en það getur komist upp í þriðja sæti með sigri á Burnley í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Van Gaal dreifði tölfræði til blaðamanna

Louis Van Gaal, stjóri Man. Utd, mætti vígreifur á blaðamannafund félagsins í dag og hóf fundinn með því að dreifa tölfræði til blaðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×