Enski boltinn

Liverpool mætir Blackburn í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool vann Crystal Palace í bikarnum um helgina.
Liverpool vann Crystal Palace í bikarnum um helgina. Vísir/Getty
Í kvöld var dregið í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar en 16-liða úrslitunum lýkur í kvöld með viðureign Preston North End og Manchester United.

Sjá einnig: Í beinni: Preston - Man. United | Galdrar Grayson fram annan sigur á United?

Sigurvegari leiksins fær heimaleik gegn bikarmeisturum Arsenal en Liverpool fékk heimaleik gegn B-deildarliði Blackburn.

Spútniklið Bradford City, sem leikur í C-deildinni og hefur slegið Chelsea og Sunderland úr leik, fær heimaleik gegn B-deildarliði Reading.

Að síðustu mætast úrvalsdeildarliðin Aston Villa og West Brom en leikirnir fara fram helgina 7.-8. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×