Enski boltinn

United lenti undir en komst áfram | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fellaini fagnar marki sínu.
Fellaini fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Manchester United er komið áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Preston North End í lokaleik 16-liða úrslitanna í kvöld.

Eftir markalausan og bragðdaufan fyrri hálfleik kom Scott Laird heimamönnum óvænt yfir en Ander Herrera jafnaði metin fyrir United og þeir Marouane Fellaini og Wayne Rooney tryggðu þeim rauðu svo 3-1 sigur að lokum.

Leikurinn breyttist við innkomu Ashley Young á 60. mínútu en Kólumbíumanninum Radamel Falcao var fórnað fyrir hann. Sá síðarnefndi vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en það var allt annað að sjá til United eftir breytinguna.

Louis van Gaal, stjóri United, hefur aðeins tapað einum leik með United í síðustu 19 viðureignum liðsins en virðist enn vera að leita að réttu blöndunni í sínum leikmannahópi og liðsuppstillingu.

Manchester United mætir Arsenal í 8-liða úrslitum keppninnar helgina 7.-8. mars.

Heimamenn komust í 1-0 forystu með marki Scott Laird á 48. mínútu: Ander Herrera jafnaði metin fyrir Manchester United: Marouane Fellaini kom Manchester United 2-1 yfir: Wayne Rooney innsiglaði 3-1 sigur Manchester United.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×