Enski boltinn

Van Gaal: Komumst í gegnum liðin með Fellaini

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marouane Fellaini skoraði í gær.
Marouane Fellaini skoraði í gær. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Belganum hárprúða Marouane Fellaini, í hástert eftir frammistöðuna gegn Preston í bikarnum í gærkvöldi.

Fellaini byrjaði leikinn á miðjunni en var settur í framlínuna ásamt Wayne Rooney þegar Ashley Young kom inn á í stað Radamels Falcao.



Belginn stóri skoraði annað mark leiksins aðeins nokkrum mínútum eftir að Ander Herrera jafnaði leikinn fyrir United á móti C-deildarliðinu. Van Gaal segir hann nýtast vel gegn liðum sem verjast af krafti gegn United.

„Ég hef notað Fellaini margsinnis á tímabiilinu. Hann hefur spilað meira en áður og skorar nú meira en áður,“ sagði Van Gaal.

„Hann er leikmaður sem gott er að setja inn á þegar við getum ekki sigrast á pressunni með gæðum. Við getum alltaf sigrast á pressunni með honum og það eru gæði,“ sagði Louis van Gaal.


Tengdar fréttir

Van Gaal um Rooney: Vinalegur og kvartar aldrei

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið verði að kaupa skapandi miðjumann í sumar og það sé því alls ekki ætlun hans að gera Wayne Rooney að miðjumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×