Enski boltinn

Van Gaal: Mælir með að veðja á Manchester United í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United.
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi og hann er óhræddur við að setja smá pressu á sitt lið.

„Ég er ekki spilavíta-maður," sagði Louis van Gaal við BBC eftir sigurinn á Cambridge í gær. „Ég má ekki veðja skálfur en ég skal gefa ykkur góða ábendingu. Við eigum alvöru möguleika núna," sagði Louis van Gaal.

„Við erum efsta liðið sem er eftir í bikarnum og hljótum að vera sigurstranglegasta liðið. Arsenal er samt ennþá inn í bikarnum og er með mjög sterkt lið. Liverpool er líka ennþá með og mun berjast fyrir þessum titli," sagði Van Gaal en hann er á eftir sínum fyrsta titli með United.

Manchester United mætir C-deildarliði Preston North End í sextán liða úrslitum bikarsins en liðið hefur áður slegið út Cambridge United (D-deild) og Yeovil Town (C-deild).

Arsenal mætir B-deildarliði Middlesbrough og Liverpool þarf að vinna B-deildarlið Bolton í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld til að tryggja sér leik á móti Crystal Palace í sextán liða úrslitunum.

Hér fyrir neðan má sjá mörk Manchester United í 3-0 sigrinum á Cambridge United í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×