Enski boltinn

Loksins Rojo og ról á Old Trafford | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcos Rojo fagnað af hinum markaskoraranum Juan Mata.
Marcos Rojo fagnað af hinum markaskoraranum Juan Mata. vísir/getty
Eftir að Juan Mata kom Manchester United í 1-0 í endurteknum leik gegn Cambridge í 4. umferð enska bikarins í kvöld bætti argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo við öðru marki.

Rojo skoraði með skalla eftir sendingu frá Robin van Persie á 32. mínútu, en Manchester United hefur verið betri aðilinn í leiknum. Gestirnir fengu engu að síður dauðafæri eftir 50 sekúndur.

Þetta er fyrsta mark Rojo fyrir Manchester United, en hann spilar sem vinstri bakvörður í kvöld í fjögurra manna varnarlínu. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir heimamenn sem sigla hraðbyr í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×