Enski boltinn

Crouch tryggði Stoke jafntefli á St. James' Park

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tekist á í leiknum
Tekist á í leiknum Vísir/Getty
Newcastle og Stoke skildu jöfn 1-1 á heimvelli Newcastle. Peter Crouch tryggði Stoke jafnteflið á síðustu mínútu leiksins.

Fyrir hálfleikur var markalaus og ákaflega tíðindalítill en mun meira fjör var í seinni hálfleiknum.

Jack Colback kom Newcastle yfir sextán mínútum fyrir leikslok en stuðningsmenn Stoke voru á því að hann hefði átt að fá annað gula spjaldið sitt skömmu áður.

Varamaðurinn Peter Crouch jafnaði metin og tryggði Stoke stigið með góðum skalla á 90. mínútu.

Stoke er með 33 stig í 10. sæti en Newcastle er með tveimur stigum minna í sætinu á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×