Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2015 11:47 Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. „Þetta nær ekki nokkurri átt lengur í rétthugsuninni. Hvað með Apple ipad-a sem eru keyptir og notaðir í skólum, er það ekki Apple-væðing þjóðfélagsins? Hvað með smokka sem dreift er í kynfræðslu í skólum, eru þeir keyptir eða gefnir?“ Þetta skrifar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína í dag og vísar þar með í fréttir sem birst hafa á Vísi um reglur Reykjavíkurborgar í grunnskólum. Reglurnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Sveinbjörg segir reglurnar vera komnar út í vitleysu og gagnrýnir fulltrúa meirihlutans og segir þá komna „í andstöðu við sjálfan sig, nú sem áður“. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Greint var frá því á Vísi í gær að Tannlæknafélag Íslands hyggðist gefa tíundu bekkingum tannbursta, tannkrem og tannþráð í árlegri tannverndarviku í næsta mánuði. Þá var sagt frá því að Eimskip mætti ekki gefa börnum reiðhjólahjálma þar sem þeir væru merktir fyrirtækinu. Fréttirnar vöktu töluverða athygli og ekki allir á einu sáttir við reglurnar. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er þar á meðal og telur að þær þurfi að endurskoða. „Það hlýtur að vera hægt að finna betri nálgun þar sem meðalhófs er gætt svo að ekki sé gengið á rétt barna að þessu leyti án þess að tekið sé fyrir að þeim séu gefnir mikilvægir hlutir sem koma mörgum þeirra afskaplega vel, til að mynda tannburstar, endurskinsvesti og hjálmar. Það verður að fá að skipta máli í þessari umræðu að það er í svona samstarfi þar sem hlaupið er undir bagga með foreldrum, og í einhverjum tilvikum er um að ræða að börn eignast hluti sem foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að skaffa þeim,“ skrifar Hildur á Facebook. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs (SFS) skilaði inn greinargerð og tillögum umræddra reglna hinn 10. september 2013. Í greinargerðinni segir að um sé að ræða almennar reglur sem leitast var við að hafa einfaldar, skýrar og upplýsandi um hvað leyfilegt sé að auglýsa og kynna innan starfsstaða SFS og með hvaða hætti. Við gerð reglnanna var meðal annars stuðst við meginsjónarmið talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna.„Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“ Tannlæknafélag Íslands fékk á síðasta ári heimild til þess að afhenda 3.500 börnum gjafapoka með ýmsum vörum tengdum tannheilsu eftir umfjöllun fjölmiðla. Ákveðið var að leyfa gjafirnar þar sem um var að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að reglurnar séu skýrar og að þær væru til þess fallnar að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. „Auðvitað er þetta erfitt því þetta er gert í góðum tilgangi. Auðvitað erum við sammála þessu á lýðheilsuforsendum. Reglurnar miða að því að það sé ekki verið að setja börn í þær aðstæður að fyrirtæki sé að gefa þeim merktar gjafir á skólatíma,“ sagði Skúli. Tækni Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
„Þetta nær ekki nokkurri átt lengur í rétthugsuninni. Hvað með Apple ipad-a sem eru keyptir og notaðir í skólum, er það ekki Apple-væðing þjóðfélagsins? Hvað með smokka sem dreift er í kynfræðslu í skólum, eru þeir keyptir eða gefnir?“ Þetta skrifar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína í dag og vísar þar með í fréttir sem birst hafa á Vísi um reglur Reykjavíkurborgar í grunnskólum. Reglurnar kveða á um að ekki megi gefa börnum í grunnskóla gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Sveinbjörg segir reglurnar vera komnar út í vitleysu og gagnrýnir fulltrúa meirihlutans og segir þá komna „í andstöðu við sjálfan sig, nú sem áður“. Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Greint var frá því á Vísi í gær að Tannlæknafélag Íslands hyggðist gefa tíundu bekkingum tannbursta, tannkrem og tannþráð í árlegri tannverndarviku í næsta mánuði. Þá var sagt frá því að Eimskip mætti ekki gefa börnum reiðhjólahjálma þar sem þeir væru merktir fyrirtækinu. Fréttirnar vöktu töluverða athygli og ekki allir á einu sáttir við reglurnar. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, er þar á meðal og telur að þær þurfi að endurskoða. „Það hlýtur að vera hægt að finna betri nálgun þar sem meðalhófs er gætt svo að ekki sé gengið á rétt barna að þessu leyti án þess að tekið sé fyrir að þeim séu gefnir mikilvægir hlutir sem koma mörgum þeirra afskaplega vel, til að mynda tannburstar, endurskinsvesti og hjálmar. Það verður að fá að skipta máli í þessari umræðu að það er í svona samstarfi þar sem hlaupið er undir bagga með foreldrum, og í einhverjum tilvikum er um að ræða að börn eignast hluti sem foreldrar þeirra eiga í erfiðleikum með að skaffa þeim,“ skrifar Hildur á Facebook. Innlegg frá Hildur Sverrisdóttir. Starfshópur á vegum skóla- og frístundasviðs (SFS) skilaði inn greinargerð og tillögum umræddra reglna hinn 10. september 2013. Í greinargerðinni segir að um sé að ræða almennar reglur sem leitast var við að hafa einfaldar, skýrar og upplýsandi um hvað leyfilegt sé að auglýsa og kynna innan starfsstaða SFS og með hvaða hætti. Við gerð reglnanna var meðal annars stuðst við meginsjónarmið talsmanns neytenda og Umboðsmanns barna.„Börn eru ekki sjálfstæðir neytendur, hafa ekki nægan þroska til að meta hvað þau hafa þörf fyrir og hvað þeim er hollt eða til að sjá í gegnum auglýsingar og loks hafa þau ekki fjárráð til að bregðast við auglýsingum eða annarri markaðssókn sem beinist að þeim.“ Tannlæknafélag Íslands fékk á síðasta ári heimild til þess að afhenda 3.500 börnum gjafapoka með ýmsum vörum tengdum tannheilsu eftir umfjöllun fjölmiðla. Ákveðið var að leyfa gjafirnar þar sem um var að ræða verkefni sem stuðlaði að bættri tannheilsu barna.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Fréttablaðið að reglurnar séu skýrar og að þær væru til þess fallnar að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. „Auðvitað er þetta erfitt því þetta er gert í góðum tilgangi. Auðvitað erum við sammála þessu á lýðheilsuforsendum. Reglurnar miða að því að það sé ekki verið að setja börn í þær aðstæður að fyrirtæki sé að gefa þeim merktar gjafir á skólatíma,“ sagði Skúli.
Tækni Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15