Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 15:15 "Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín Heimisdóttir. vísir/anton brink Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira