Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 15:15 "Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín Heimisdóttir. vísir/anton brink Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum