Óvænt úrslit í enska bikarnum | Chelsea og Man City bæði úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 16:39 Patrick Bamford kemur Boro yfir gegn Man City. vísir/getty Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira