Erlent

Nýr leiðtogi Pegida strax hættur

Atli Ísleifsson skrifar
Kathrin Örtel kom fram í sjónvarpsviðtölum um helgina og virtist sem hún væri orðin nýr leiðtogi hreyfingarinnar.
Kathrin Örtel kom fram í sjónvarpsviðtölum um helgina og virtist sem hún væri orðin nýr leiðtogi hreyfingarinnar. Vísir/AP
Kathrin Örtel, leiðtogi Pegida-hreyfingarinnar, er hætt, um viku eftir að hún tók við af forvera hennar.

Örtel kom fram í sjónvarpsviðtölum um helgina og virtist sem hún væri orðin nýr leiðtogi hreyfingarinnar. Lutz Bachmann lét af störfum í síðustu viku eftir að mynd birtist af honum í líki Adolfs Hitler, auk þess að hann hafði látið ósmekkleg orð falla um flóttamenn.

Hreyfingin mótmælir það sem hún kallar „íslamsvæðingu heimsins“, en athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu.

Í frétt BBC kemur fram að auk Örtel, hafi fjórir forsvarsmenn hreyfingarinnar hætt störfum. Einn fimmmenninganna sagði dagblaðinu Bild að þau hafi hætt vegna áframhaldandi áhrifa og afskipta Bachmann, og þátt systurhreyfingar Pegida í borginni Leipzig, Legida.

Sjá einnig: Hvað er Pegida?

Fleiri þúsund manns hafa mætt á mótmælafundi Pegida í fjölda borga og bæja síðustu vikurnar, sér í lagi í Dresden þar sem hreyfingin spratt upp.

Uppgangur Pegida hefur fengið Angelu Merkel Þýskalandskanslara og fjölda annarra þýskra ráðamanna til að vara við hættur umburðarleysis og rasisma. Þá hafa fundir verið haldnir til að mótmæla Pegida.


Tengdar fréttir

Pegida-leiðtogi leiðir mótmælagöngur í veikindaleyfi

Carl I. Hagen, borgarfulltrúi Framfaraflokksins í Ósló, styður norskan leiðtoga Pegida-hreyfingarinnar sem segist berjast gegn íslamsvæðingu Vesturlanda. Hagen gagnrýnir hins vegar að leiðtoginn, Max Hermansen, skuli leiða göngur hreyfingarinnar

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×