Erlent

Pegida-leiðtogi leiðir mótmælagöngur í veikindaleyfi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Carl I. Hagen,  borgarfulltrúi Framfaraflokksins í Ósló, telur að Pegida-leiðtoginn geti kennt þar sem hann getur leitt mótmælagöngur.
Carl I. Hagen, borgarfulltrúi Framfaraflokksins í Ósló, telur að Pegida-leiðtoginn geti kennt þar sem hann getur leitt mótmælagöngur. NORDICPHOTOS/AFP
Carl I. Hagen, borgarfulltrúi Framfaraflokksins í Ósló, styður norskan leiðtoga Pegida-hreyfingarinnar sem segist berjast gegn íslamsvæðingu Vesturlanda. Hagen gagnrýnir hins vegar að leiðtoginn, Max Hermansen, skuli leiða göngur hreyfingarinnar samtímis því sem hann er í veikindaleyfi frá kennslu.

Hermansen fór í þriggja mánaða veikindaleyfi í kjölfar ummæla um íslam á Facebook og viðbragða nemenda við þeim, að því er segir í frétt á vef Aftenposten. Hagen hefur krafið skólaráð svara við því hvers vegna kennarinn hafi verið sendur í leyfi. Hann vill jafnframt fá svör við því hvers vegna kennarinn geti leitt göngur Pegida-hreyfingarinnar. Hann hljóti að geta kennt þegar hann sé fær um að standa fyrir framan ráðhús borgarinnar til að halda ræður og svara fjölmiðlum. Það sé svipað og að vera í kennslu.

Hagen segir ástæðu til að rannsaka hvers vegna Hermansen sé í veikindaleyfi. Ekki sé hægt að beita slíku til að leysa persónulegan ágreining.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×