Enski boltinn

Lennon: Frábært fyrir Bolton að fá Eið Smára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur farið vel af stað með Bolton í ensku B-deildinni, en hann lagði upp mark á dögunum og skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Bolton í 15 ár úr víti gegn Leeds um síðustu helgi.

Eiður er orðinn fastamaður í Bolton-liðinu sem reynir að klífa upp töfluna eftir erfiða byrjun, en liðið er í 16. sæti með 30 stig, ellefu stigum frá umspilssæti.

„Það var mikilvægt fyrir Eið að skora um síðustu helgi. Hann er frábær leikmaður og að fá hann voru góð viðskipti fyrir félagið,“ sagði Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, á blaðamannafundi í morgun.

Bolton heldur til Sheffield á laugardaginn og mætir þar Sheffield Wednesday í 26. umferð B-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×