Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 12:17 Eigendur og starfsmenn Caruso hjálpuðust að við að flytja mat og vín út af veitingastaðnu vísir/vilhelm Búið er að opna nýjan veitingastað í gamla húsnæði Caruso við Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Veitingastaðurinn heitir Primo og opnaði síðasta föstudag. Það eru feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson sem eiga og reka staðinn. „Þetta hefur gengið vonum framar allt frá því við opnuðum, en við áttum ekki von á þessum góðu móttökum miðað við öll þessi neikvæðu skrif um okkur,“ segir Valdimar. Primo var áður staðsettur við Grensásveg en var lokað í nóvember. Þá hafði hann verið starfræktur í rúmt ár. Haukur Víðisson matreiðslumeistari var rekstraraðili staðarins en Valdimar og Jón keyptu nafnið, heimasíðuna og Facebook-síðuna í janúarbyrjun að því er fram kemur á Veitingageirinn.is. Mál Caruso vakti mikla athygli í desember. Jón og Valdimar virtust hafa tekið sér lögregluvald, farið inn á staðinn í leyfisleysi og skipt þar um skrár til að koma í veg fyrir að eigandi Caruso og starfsmenn kæmust þangað inn. Veitingastaðurinn Caruso opnaði þó skömmu síðar á öðrum stað – við Austurstræti 22, skömmu fyrir jól.Sjá einnig: Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn Valdimar segir að alltaf hafi staðið til að opna nýjan veitingastað í þessu sama húsnæði en eftir að þeir feðgar tóku yfir húsið buðu þeir starfsmönnum Caruso vinnu. „Samkvæmt reglum þá ber okkur að bjóða fyrrverandi starfsmönnum vinnu,“ segir hann en vill ekki segja til um það hvort starfsmenn Caruso hafi þáð atvinnutilboðið. Aðspurður hvort auglýst hafi verið eftir vinnuafli segir hann: „Þess þurfti ekki. Eftirspurnin var svo mikil.“ Veitingastaðurinn Caruso er auglýstur sem ítalskur staður og það er Primo sömuleiðis. Valdimar segir hann þó ekki vera í anda Caruso. Tengdar fréttir Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Ávarp Kenneths Mána: „Ég ætla ekki að segja fyrirgefðu við kallinn sem lokaði Caruso“ Tók „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar. 1. janúar 2015 10:59 Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Búið er að opna nýjan veitingastað í gamla húsnæði Caruso við Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Veitingastaðurinn heitir Primo og opnaði síðasta föstudag. Það eru feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson sem eiga og reka staðinn. „Þetta hefur gengið vonum framar allt frá því við opnuðum, en við áttum ekki von á þessum góðu móttökum miðað við öll þessi neikvæðu skrif um okkur,“ segir Valdimar. Primo var áður staðsettur við Grensásveg en var lokað í nóvember. Þá hafði hann verið starfræktur í rúmt ár. Haukur Víðisson matreiðslumeistari var rekstraraðili staðarins en Valdimar og Jón keyptu nafnið, heimasíðuna og Facebook-síðuna í janúarbyrjun að því er fram kemur á Veitingageirinn.is. Mál Caruso vakti mikla athygli í desember. Jón og Valdimar virtust hafa tekið sér lögregluvald, farið inn á staðinn í leyfisleysi og skipt þar um skrár til að koma í veg fyrir að eigandi Caruso og starfsmenn kæmust þangað inn. Veitingastaðurinn Caruso opnaði þó skömmu síðar á öðrum stað – við Austurstræti 22, skömmu fyrir jól.Sjá einnig: Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn Valdimar segir að alltaf hafi staðið til að opna nýjan veitingastað í þessu sama húsnæði en eftir að þeir feðgar tóku yfir húsið buðu þeir starfsmönnum Caruso vinnu. „Samkvæmt reglum þá ber okkur að bjóða fyrrverandi starfsmönnum vinnu,“ segir hann en vill ekki segja til um það hvort starfsmenn Caruso hafi þáð atvinnutilboðið. Aðspurður hvort auglýst hafi verið eftir vinnuafli segir hann: „Þess þurfti ekki. Eftirspurnin var svo mikil.“ Veitingastaðurinn Caruso er auglýstur sem ítalskur staður og það er Primo sömuleiðis. Valdimar segir hann þó ekki vera í anda Caruso.
Tengdar fréttir Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Ávarp Kenneths Mána: „Ég ætla ekki að segja fyrirgefðu við kallinn sem lokaði Caruso“ Tók „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar. 1. janúar 2015 10:59 Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00
Ávarp Kenneths Mána: „Ég ætla ekki að segja fyrirgefðu við kallinn sem lokaði Caruso“ Tók „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar. 1. janúar 2015 10:59
Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15
Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17
Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50
Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28