Feðgarnir búnir að opna í gamla húsnæði Caruso: „Gengið vonum framar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 12:17 Eigendur og starfsmenn Caruso hjálpuðust að við að flytja mat og vín út af veitingastaðnu vísir/vilhelm Búið er að opna nýjan veitingastað í gamla húsnæði Caruso við Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Veitingastaðurinn heitir Primo og opnaði síðasta föstudag. Það eru feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson sem eiga og reka staðinn. „Þetta hefur gengið vonum framar allt frá því við opnuðum, en við áttum ekki von á þessum góðu móttökum miðað við öll þessi neikvæðu skrif um okkur,“ segir Valdimar. Primo var áður staðsettur við Grensásveg en var lokað í nóvember. Þá hafði hann verið starfræktur í rúmt ár. Haukur Víðisson matreiðslumeistari var rekstraraðili staðarins en Valdimar og Jón keyptu nafnið, heimasíðuna og Facebook-síðuna í janúarbyrjun að því er fram kemur á Veitingageirinn.is. Mál Caruso vakti mikla athygli í desember. Jón og Valdimar virtust hafa tekið sér lögregluvald, farið inn á staðinn í leyfisleysi og skipt þar um skrár til að koma í veg fyrir að eigandi Caruso og starfsmenn kæmust þangað inn. Veitingastaðurinn Caruso opnaði þó skömmu síðar á öðrum stað – við Austurstræti 22, skömmu fyrir jól.Sjá einnig: Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn Valdimar segir að alltaf hafi staðið til að opna nýjan veitingastað í þessu sama húsnæði en eftir að þeir feðgar tóku yfir húsið buðu þeir starfsmönnum Caruso vinnu. „Samkvæmt reglum þá ber okkur að bjóða fyrrverandi starfsmönnum vinnu,“ segir hann en vill ekki segja til um það hvort starfsmenn Caruso hafi þáð atvinnutilboðið. Aðspurður hvort auglýst hafi verið eftir vinnuafli segir hann: „Þess þurfti ekki. Eftirspurnin var svo mikil.“ Veitingastaðurinn Caruso er auglýstur sem ítalskur staður og það er Primo sömuleiðis. Valdimar segir hann þó ekki vera í anda Caruso. Tengdar fréttir Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Ávarp Kenneths Mána: „Ég ætla ekki að segja fyrirgefðu við kallinn sem lokaði Caruso“ Tók „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar. 1. janúar 2015 10:59 Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Búið er að opna nýjan veitingastað í gamla húsnæði Caruso við Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Veitingastaðurinn heitir Primo og opnaði síðasta föstudag. Það eru feðgarnir Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson sem eiga og reka staðinn. „Þetta hefur gengið vonum framar allt frá því við opnuðum, en við áttum ekki von á þessum góðu móttökum miðað við öll þessi neikvæðu skrif um okkur,“ segir Valdimar. Primo var áður staðsettur við Grensásveg en var lokað í nóvember. Þá hafði hann verið starfræktur í rúmt ár. Haukur Víðisson matreiðslumeistari var rekstraraðili staðarins en Valdimar og Jón keyptu nafnið, heimasíðuna og Facebook-síðuna í janúarbyrjun að því er fram kemur á Veitingageirinn.is. Mál Caruso vakti mikla athygli í desember. Jón og Valdimar virtust hafa tekið sér lögregluvald, farið inn á staðinn í leyfisleysi og skipt þar um skrár til að koma í veg fyrir að eigandi Caruso og starfsmenn kæmust þangað inn. Veitingastaðurinn Caruso opnaði þó skömmu síðar á öðrum stað – við Austurstræti 22, skömmu fyrir jól.Sjá einnig: Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn Valdimar segir að alltaf hafi staðið til að opna nýjan veitingastað í þessu sama húsnæði en eftir að þeir feðgar tóku yfir húsið buðu þeir starfsmönnum Caruso vinnu. „Samkvæmt reglum þá ber okkur að bjóða fyrrverandi starfsmönnum vinnu,“ segir hann en vill ekki segja til um það hvort starfsmenn Caruso hafi þáð atvinnutilboðið. Aðspurður hvort auglýst hafi verið eftir vinnuafli segir hann: „Þess þurfti ekki. Eftirspurnin var svo mikil.“ Veitingastaðurinn Caruso er auglýstur sem ítalskur staður og það er Primo sömuleiðis. Valdimar segir hann þó ekki vera í anda Caruso.
Tengdar fréttir Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00 Ávarp Kenneths Mána: „Ég ætla ekki að segja fyrirgefðu við kallinn sem lokaði Caruso“ Tók „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar. 1. janúar 2015 10:59 Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15 Húsnæði Caruso friðað síðan 2012 Eigandinn ekki sinnt viðhaldi sem skyldi. 19. desember 2014 10:27 Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Eigandi veitingastaðarins Caruso fær enga aðstoð frá lögreglu við að komast inn á staðinn eftir að húseigandinn réðst þangað inn og skipti um skrár. Sérfræðingur segir lögregluna með þessu viðurkenna það að menn taki lögin í sínar hendur. 19. desember 2014 07:00
Ávarp Kenneths Mána: „Ég ætla ekki að segja fyrirgefðu við kallinn sem lokaði Caruso“ Tók „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar. 1. janúar 2015 10:59
Jóladraumurinn rættist hjá veitingamönnum Caruso Veitingamennirnir voru settir út á götuna á Laugarvegi en enduðu í konungshöll við Austurstræti 22. 23. desember 2014 21:15
Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17
Caruso opnar á nýjum stað "Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir. 23. desember 2014 09:50
Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28