Innlent

Caruso opnar á nýjum stað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22. Caruso neyddist til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður leiddi það til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa.  

„Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá hjónunum Jose Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur.

Húseigandinn Jón Ragnarsson.Vísir/Vilhelm
„Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ sagði Þrúður Sjöfn í Bítinu í morgun. Jose bætti við að hann hefði ekki átt von á því að jólin yrðu svona. Þau fóru yfir aðdraganda þess að til deilna kom við húseigandann í liðinni viku. Þar útskýrðu þau meðal annars skrýtið fyrirkomulag leigugreiðslna sem var við lýði í mörg ár.

Jose og Þrúður Sjöfn ætla að opna Caruso í hádeignu í dag. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777 en José tekur fram að það er fullbókað í kvöld.

 

„Rétt er að taka fram að þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta að sjálfsögðu notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð,“ segir í tilkynningunni.

Hingað flytur Caruso, í Austurstræti 22, en húsið er kennt við Jörund hundadagakonung.

Tengdar fréttir

Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu

Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×