Caruso opnar á nýjum stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2014 09:50 Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22. Caruso neyddist til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður leiddi það til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa. „Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá hjónunum Jose Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur.Húseigandinn Jón Ragnarsson.Vísir/Vilhelm„Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ sagði Þrúður Sjöfn í Bítinu í morgun. Jose bætti við að hann hefði ekki átt von á því að jólin yrðu svona. Þau fóru yfir aðdraganda þess að til deilna kom við húseigandann í liðinni viku. Þar útskýrðu þau meðal annars skrýtið fyrirkomulag leigugreiðslna sem var við lýði í mörg ár. Jose og Þrúður Sjöfn ætla að opna Caruso í hádeignu í dag. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777 en José tekur fram að það er fullbókað í kvöld. „Rétt er að taka fram að þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta að sjálfsögðu notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð,“ segir í tilkynningunni.Hingað flytur Caruso, í Austurstræti 22, en húsið er kennt við Jörund hundadagakonung. Tengdar fréttir Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Veitingastaðurinn Caruso opnar í dag, Þorláksmessu, á nýjum stað í Austurstræti 22. Caruso neyddist til að loka í Þingholtsstræti 1 í síðustu viku eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu. Því miður leiddi það til þess að þeir sem áttu pantað borð í síðustu viku urðu frá að hverfa. „Eigendum Caruso þykir miður að svo hafi farið og biður þá viðskiptavini sem urðu fyrir óþægindum velvirðingar á röskuninni. Óviðráðanlegar aðstæður og óbilgirni leigusala leiddu til þess að svona fór,“ segir í tilkynningu frá hjónunum Jose Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur.Húseigandinn Jón Ragnarsson.Vísir/Vilhelm„Þetta er búið að vera hrikalega löng vika,“ sagði Þrúður Sjöfn í Bítinu í morgun. Jose bætti við að hann hefði ekki átt von á því að jólin yrðu svona. Þau fóru yfir aðdraganda þess að til deilna kom við húseigandann í liðinni viku. Þar útskýrðu þau meðal annars skrýtið fyrirkomulag leigugreiðslna sem var við lýði í mörg ár. Jose og Þrúður Sjöfn ætla að opna Caruso í hádeignu í dag. Haft hefur verið samband við þá gesti sem áttu pantað borð á Caruso en aðrir gestir eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir líka. Tekið er við borðapöntunum í síma 571 9777 en José tekur fram að það er fullbókað í kvöld. „Rétt er að taka fram að þeir sem eiga gjafakort á Caruso geta að sjálfsögðu notað þau á nýja staðnum, eða á Tapashúsinu við Ægisgarð,“ segir í tilkynningunni.Hingað flytur Caruso, í Austurstræti 22, en húsið er kennt við Jörund hundadagakonung.
Tengdar fréttir Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07 Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13 Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01 Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17 Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Fékk aðeins að taka mat og vín út af Caruso José García á flest alla muni inni á Caruso en fékk ekki að taka þá af staðnum í dag. 19. desember 2014 17:07
Ferill eiganda húsnæðis Caruso rakinn: Ótal deilumál í kringum Jón Ragnarsson Vísir fer aftur til ársins 1964 og rekur feril Jóns Ragnarssonar ítarlega. Jón hefur verið fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi í um hálfa öld. 19. desember 2014 18:13
Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Starfsmenn Caruso fengu loks í gær að sækja eigur sínar. Veitingamaðurinn endurheimti þó ekki nema hluta af eigum sínum þar sem lögregla skilgreindi nákvæmlega hvaða eigur mætti fjarlægja. Lögmaðurinn forviða. 20. desember 2014 00:01
Starfsfólk Caruso mætt fyrir utan staðinn: „Bara fleygja þessum vitleysingum út“ Starfsfólk veitingastaðarins Caruso safnaðist saman fyrir utan staðinn á ellefta tímanum í morgun og er enn þar fyrir utan. „Nú erum við komin hérna hreinlega til að fara inn og ganga úr skugga að engu sé búið að stela og ekkert búið að skemma.“ 19. desember 2014 11:17
Þjónn á Caruso hafnaði atvinnutilboði feðganna Ekki liggur fyrir hvort að Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson ætli að halda veitingarekstri áfram í húsi Caruso. 19. desember 2014 14:28