Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Fanney Birna Jóndóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Starfsmenn Caruso fengu loksins í gær að sækja persónulegar eigur sínar á Caruso eftir að húseigendur yfirtóku staðinn. Fréttablaðið/Vilhelm José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira