Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Fanney Birna Jóndóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Starfsmenn Caruso fengu loksins í gær að sækja persónulegar eigur sínar á Caruso eftir að húseigendur yfirtóku staðinn. Fréttablaðið/Vilhelm José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira