Neitaði að yfirgefa Caruso og því vísað út af lögreglu Fanney Birna Jóndóttir skrifar 20. desember 2014 00:01 Starfsmenn Caruso fengu loksins í gær að sækja persónulegar eigur sínar á Caruso eftir að húseigendur yfirtóku staðinn. Fréttablaðið/Vilhelm José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
José Garcia, eigandi veitingastaðarins Caruso, og starfsfólk hans fengu með aðstoð lögreglu að sækja eigur sínar inn á veitingastaðinn, en eigendur hússins yfirtóku það fyrr í vikunni með því að skipta um lása og byggja varnarvegg við bakinngang. Fréttablaðið hefur greint frá því í vikunni að eigendur hússins hafa átt í deilum við José vegna leigu á húsnæðinu sem meðal annars hafa ratað fyrir dómstóla. Nú á þriðjudag réðust eigendurnir svo inn í húsið og tóku það yfir. José hefur með aðstoð lögmanns síns leitað réttar síns hjá lögreglu sem loksins í gær skarst í leikinn. Lögreglan mætti á staðinn um klukkan ellefu og ræddu lögreglumenn við José sem og húseigandann, Jón Ragnarsson, inni á staðnum. Nokkur fjöldi safnaðist saman fyrir utan staðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis en starfsfólk annarra veitingastaða í Reykjavík mætti til að sýna samstöðu. Starfsmönnum var síðan hleypt inn einum í einu til að sækja persónulegar eigur sínar. José fékk hins vegar ekki að taka með sér neitt annað en matvæli og vínbirgðir, þrátt fyrir að eiga meirihlutann af því sem þar er inni, svo sem borðbúnað, glös, skrautmuni og húsgögn þar sem lögreglan mætti með nákvæma útlistun á því hvað mætti fjarlægja og hvað ekki. Þá mættu á staðinn fulltrúar fyrirtækja sem þjónustað hafa Caruso undanfarin ár sem vildu freista þess að sækja tæki og aðrar eigur sem voru á staðnum. Sem dæmi má nefna fulltrúa frá Ölgerðinni, Vodafone, K. Karlssyni, Tandri og Securitas. Lögreglan meinaði þessum aðilum að sækja eigur sínar. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður Josés, segist forviða á þessum aðgerðum lögreglunnar. Hann segir lögregluna engar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hún tók upp á því að skilgreina það nákvæmlega hvaða muni í sinni eigu José mætti fjarlægja af staðnum. „José fékk með aðstoð lögreglu að bjarga miklu af þeim verðmætum sem lágu undir skemmdum. Hann fékk þó ekki að taka allt og ég skil bara ekki af hverju. Hann á allt þarna inni,“ segir Ómar sem segist munu óska eftir útskýringum frá lögreglu á því. José sagðist mjög ósáttur við að fá ekki að taka annað út af staðnum en matvælin og vín. Hann er þó ánægður með að hafa fengið tölvu staðarins í hendurnar, pöntunarbókina sem og starfsmannabókina. Þegar ljóst var að José fengi ekki að fjarlægja allar eigur sínar af Caruso neitaði hann að yfirgefa staðinn. Lögreglan þurfti því að vísa honum formlega af staðnum, en allt fór það þó friðsamlega fram.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira