Erlent

Sögusagnir um andlát Fidels Castro

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fidel Castro í janúar í fyrra þegar hann sást seinast opinberlega.
Fidel Castro í janúar í fyrra þegar hann sást seinast opinberlega. Vísir/Getty
Ekki hefur verið boðað til blaðamannafundar á Kúbu í dag. Frá þessu greinir fréttaritari AFP í Havana á Twitter-síðu sinni.

Sögusagnir fóru á flug í morgun um að Fidel Castro væri dáinn eftir að dagblaðið Diario Las Americas í Miami greindi frá því að boðað hefði verið til alþjóðlegs blaðamannafundar í dag.

Í fréttinni kom fram að ekki væri vitað um tilefni þess að boðað hefði verið til fundarins en í tísti sínu segir fréttaritari AFP að aldrei hafi verið boðað til fundar. Þetta sé hins vegar í fjórða skiptið á þremur árum sem að sögusögnum um dauða Castro sé komið af stað af fjölmiðlum í Miami.

Í gær var ár frá því að Castro sást seinast opinberlega. Castro lét af embætti forseta Kúbu árið 2006 vegna heilsuleysis og tók bróðir hans, Raúl, þá við embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×