Nú má handtaka flóttafólk í Ungverjalandi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2015 07:44 Ný lög tóku gildi í Ungverjalandi á miðnætti sem ætlað er að hægja á straumi flóttafólks til landsins. Vísir/AFP Það er nú orðið refsivert að fara yfir landamærin til Ungverjalands án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Lögreglan má því nú handtaka hvern þann sem kemst fram hjá rammgirtum landamærunum að Serbíu. Lög þess eðlis tóku gildi á miðnætti að ungverskum tíma en landið hefur nú um nokkurt skeið barist við að halda straumi flóttafólks í skefjum. Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. Ungverjaland er lykilstaður fyrir marga flóttamenn sem flýja frá Mið-Austurlöndum og Afríku til Evrópu. Hefur straumurinn þangað verið gríðarlegur síðustu vikur og mánuði en á sunnudag komu 5.809 inn fyrir landamærin. Áður höfðu mest 4.330 komið til landsins á einum degi. Evrópusambandið hefur samþykkt að færa 40 þúsund flóttamenn frá Grikklandi og Ítalíu til annarra Evrópusambandsríkja, frá og með deginum í dag. Ekki tókst hins vegar að ná sátt um að fjölga kvótaflóttamönnum í 120 þúsund á fundi innanríkisráðherra sambandsríkjanna í gær. Frekari samningaviðræður um aukningu kvótans fara fram í október. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Sjá meira
Það er nú orðið refsivert að fara yfir landamærin til Ungverjalands án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Lögreglan má því nú handtaka hvern þann sem kemst fram hjá rammgirtum landamærunum að Serbíu. Lög þess eðlis tóku gildi á miðnætti að ungverskum tíma en landið hefur nú um nokkurt skeið barist við að halda straumi flóttafólks í skefjum. Þá er einnig refsivert að vinna skemmdir á nýjum fjögurra metra háum vegg sem settur hefur verið upp við landamærin að Serbíu. Ungverjaland er lykilstaður fyrir marga flóttamenn sem flýja frá Mið-Austurlöndum og Afríku til Evrópu. Hefur straumurinn þangað verið gríðarlegur síðustu vikur og mánuði en á sunnudag komu 5.809 inn fyrir landamærin. Áður höfðu mest 4.330 komið til landsins á einum degi. Evrópusambandið hefur samþykkt að færa 40 þúsund flóttamenn frá Grikklandi og Ítalíu til annarra Evrópusambandsríkja, frá og með deginum í dag. Ekki tókst hins vegar að ná sátt um að fjölga kvótaflóttamönnum í 120 þúsund á fundi innanríkisráðherra sambandsríkjanna í gær. Frekari samningaviðræður um aukningu kvótans fara fram í október.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent Fleiri fréttir Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Sjá meira