Þýsku og frönsku landsliðsmennirnir eyddu nóttinni saman á Stade de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 12:30 Leikmenn Þýskalands fyrir leikinn. Vísir/Getty Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover. Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover.
Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00
Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00
Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00
Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00