Þýsku og frönsku landsliðsmennirnir eyddu nóttinni saman á Stade de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 12:30 Leikmenn Þýskalands fyrir leikinn. Vísir/Getty Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover. Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Vináttulandsleikur Frakka og Þjóðverja lenti í miðju hryðjuverkaárásanna í París á föstudagskvöldið og Bild sagði frá því að leikmenn beggja lið hafi ekki yfirgefið Stade de France leikvanginn fyrr en morguninn eftir. Franska landsliðið er nú komið til Englands þar sem liðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Sprengjur sprungu fyrir utan Stade de France leikvanginn á meðan leik Frakka og Þjóðverja stóð á föstudagskvöldið og franski forsetinn yfirgaf völlinn strax á eftir. Eftir leikinn var mikil geðshræring meðal áhorfenda þegar þeir fréttu að fleiri voðaverkum út um alla París og stór hluti þeirra þorði ekki að yfirgefa leikvanginn. Áhorfendurnir voru þó látnir yfirgefa leikvanginn á endanum. Þýsku landsliðsmennirnir voru hinsvegar strandaglópar á leikvanginum þar sem að það hafi komið sprengjuhótun inn á hótelið þeirra. Þjóðverjar ákváðu að taka enga áhættu með heimsmeistaraliðið sitt og því var niðurstaðan að þýsku leikmennirnir myndu gista þessa ógeðfelldu nótt á Stade de France. Um leið og leikmenn franska liðsins fréttu af aðstöðu þýsku leikmannanna þá ákváðu þeir að vera líka yfir nóttina á Stade de France í stað þess að fara til sín heima. Bild segir að 60 manns hafi verið samankomnir í einu herbergi og í boði hafi bara verið pulsur og samlokur. Oliver Bierhoff, liðsstjóri þýska landsliðsins, sagði í samtali við Bild að leikmennirnir hafi verið mjög hræddir. Þegar leið á kvöldið og nóttina bárust frekari fréttir af því hvað hafði gerst, bæði fyrir utan völlinn sem og á veitingastöðunum og í Bataclan-leikhúsinu. Enginn leikmannanna gat sofið og mikil sorg og hræðsla var meðal allra sem voru þessa nótt á Stade de France. Klukkan korter yfir tvö var það látið líta svo út að þýska landsliðið væri á leið í burt í litlum rútum en þær voru í raun tómar og fóru bara á hótel þýska liðsins til að sækja töskur þeirra. Leikmennirnir eyddu allri nóttinni á Stade de France og fóru ekki af stað fyrr en klukkan sjö morguninn eftir. Þýsku leikmennirnir spila í kvöld við Holland í vináttulandsleik í Hannover.
Fótbolti Tengdar fréttir Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00 Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00 Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00 Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Enginn venjulegur vináttulandsleikur á Wembley í kvöld Roy Hodgson, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Frökkum á Wembley í kvöld að þar væri enginn venjulegur vináttulandsleikur á ferðinni. 17. nóvember 2015 10:00
Engin áform um að hætta við EM í Frakklandi í kjölfar hryðjuverkaárasanna Það eru engar áætlanir um að hætta við Evrópumótið 2016 í kjölfar hryðjuverkaárasanna sem gerðar voru á París á föstudagskvöldið. Þetta segir forseti mótsins, Jacques Lambert. 15. nóvember 2015 12:00
Voðaverkin í París koma í veg fyrir stórleik í Brussel Áætlaður vináttulandsleikur á milli Belga og Spánverja í kvöld hefur verið flautaður af vegna öryggisástæðna í kjölfarið af hryðjuverkunum í París síðastliðinn föstudag. 17. nóvember 2015 08:00
Henry: Allur heimurinn verður franskur á Wembley England og Frakkland mætast í vináttuleik á Wembley í Lundúnum aðeins fjórum dögum eftir voðaverkin í París. 17. nóvember 2015 12:00