Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, stillti sér upp fyrir myndatökur með aðdáendum á kosningaferðalagi í Viborg. fréttablaðið/EPA Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent