Enski boltinn

Everton fær argentínskan miðvörð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ramiro Funes Mori með Everton-treyjuna í morgun.
Ramiro Funes Mori með Everton-treyjuna í morgun. mynd/evertonfc.com
Everton greinir frá því á heimasíðu sinni að félagið er búið að ganga frá kaupum á argentínska miðverðinum Ramiro Funes Mori.

Þessi 24 ára gamli varnarmaður kemur frá River Plate í heimalandi sínu, en Everton borgar fyrir hann 9,5 milljónir punda.

Sjá einnig:Í beinni: Lokadagur félagaskipta á Englandi | Glugginn lokar kl. 17.00

Mori á yfir 100 leiki fyrir River Plate, en hann skrifaði undir fimm ára samning við Everton. Hann er annar leikmaðurinn sem liðið fær frá argentínska félaginu á nokkrum dögum.

Mori á einn leik fyrir argentínska landsliðið, en það var gegn El Salvador fyrr á þessu ári.

Hvort Everton sé að búa sig undir að missa John Stones til Chelsea í dag er ekki vitað, en líklega er Roberto Martínez einfaldlega að styrka hópinn.

Félagið hefur nú þegar sagst ekki ætla að selja Stones til Englandsmeistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×