Hvenær má taka mál úr nefnd? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. mars 2015 09:15 Samkvæmt frumvarpinu verður útsöluverð á áfengi frjálst. Smásöluhafi skal ábyrgjast öryggiskröfur. vísir/pjetur „Við erum að tala um mál sem naut stuðnings tveggja aðalmanna af níu.“ Með þessum orðum lýsti Guðbjartur Hannesson í hnotskurn gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afgreiðslu allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um verslun með áfengi og tóbak. Nefndin afgreiddi málið til annarrar umræðu á föstudaginn. Þá bar svo við að aðeins sátu tveir aðalmenn fundinn, sjö voru varamenn. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja. Jú, á yfirborðinu gagnrýnir stjórnarandstaðan meirihlutann fyrir að hafa kallað inn varamenn sem ekki höfðu unnið að málinu inni í nefndinni. Með því fengju nefndarmenn sem lagt hefðu mikla vinnu í málið ekki færi á því að vera með í nefndaráliti, en það fylgir málinu áfram í umræðunni. Undir niðri er gagnrýnin þó ekki síst sprottin af þeim rótum að óvíst var um það hvort meirihluti væri fyrir því í nefndinni að afgreiða málið til annarrar umræðu. Með því að kalla inn varamenn sem voru á annarri skoðun en aðalmennirnir komst málið hins vegar á rekspöl. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt formann nefndarinnar, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir þessi vinnubrögð.Þingsköp eða þýlyndi? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Jón Hreggviðsson forðum. Þó þingmenn hafi ekki verið í svo tilvistarlegum spurningum hafa þeir verið að velta fyrir sér nokkru sem snertir grunninn í störfum Alþingis; hvenær má afgreiða mál úr nefnd? Þó það sé ekki sagt berum orðum þá er það viðtekin venja að sum mál séu svæfð í nefnd. Oft og tíðum koma fram umdeild mál sem fáum er akkur í að komi til atkvæðagreiðslu þar sem þurfi að taka endanlega afstöðu til þeirra. Slík mál eru oftar en ekki afgreidd til nefndar eftir fyrstu umræðu og síðan spyrst ekkert til þeirra. Umræðan síðustu daga hefur að einhverju leyti snúist um þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði það berum orðum í þingpúlti á þriðjudag. „Háttvirtir þingmenn sem byrja umræðuna vita þetta ósköp vel og eru að setja á svið eitthvert mikið leikrit vegna þess að þeir þola ekki að málið komi til efnislegrar umræðu.“ Bjarni vísaði því á bug að nokkuð annarlegt hefði gerst, þingsköp hefðu verið virt í hvívetna. Undir það tók Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. „Forseti vill vegna þeirra óska sem beindust að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna að öllum lögum og reglum, bæði þingsköpum og því sem snýr að starfsemi nefndanna.“ Stjórnarandstaðan ber ekki brigður á að farið hafi verið að þingsköpum. Málið snúist hins vegar um að þessum óvenjulegu aðferðum hafi verið beitt vegna þýlyndi við málið sjálft. Löglegt en siðlaust, eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir orðaði það.Unnur Brá Konráðsdóttir.vísir/vilhelm„Ég harma niðurstöðu forseta á skoðun á þessari afgreiðslu, að þetta sé löglegt en siðlaust, vil ég leyfa mér að segja. Hér eru nefnd dæmi um að þingmenn víki úr nefndum til þess að meirihluti flokka þeirra fái ráðið. Hér er ekki um slíkt að ræða. Hér voru þingmenn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á því að nýta átti fjarveru þeirra til þess að smygla út málum.“Efnislega umræðan Nú er ljóst að málið verður tekið til efnislegrar umræðu í annarri umræðu. Það gæti reynst athyglisvert að fylgjast með því, þar sem ljóst er að það er ýmsum flokkum erfitt. Sjálfstæðisflokkur stendur nokkuð heill að baki frumvarpinu, en það er þingmaður hans, Vilhjálmur Árnason, sem leggur það fram. Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í sinni afstöðu og nægir í því efni að vísa til þess að það voru þingmenn Framsóknarflokksins sem voru fjarverandi á umræddum nefndarfundi. Varamennirnir sem afgreiddu málið út úr nefnd komu úr sama flokki. Vinstri græn hafa í gegnum tíðina verið á móti áfengi í matvöruverslanir og engin breyting er á því. Samfylkingin er hins vegar klofnari í afstöðu sinni og bæði Guðbjartur og Sigríður Ingibjörg voru mjög gagnrýnin í sinni afstöðu. Píratar tala almennt fyrir auknu frelsi og það er eins í þessu máli. Björt framtíð á í hvað mestum vandræðum með málið. Flokkurinn vill hafa þá ímynd að vera frjálslyndur og nútímalegur flokkur, en innan hans er mikil andstaða við umrætt frumvarp hjá nokkrum þingmönnum. Öðrum þykir sú afstaða lýsa gamaldags forræðishyggju. Allt þetta kemur í ljós við aðra umræðu málsins. Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
„Við erum að tala um mál sem naut stuðnings tveggja aðalmanna af níu.“ Með þessum orðum lýsti Guðbjartur Hannesson í hnotskurn gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afgreiðslu allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um verslun með áfengi og tóbak. Nefndin afgreiddi málið til annarrar umræðu á föstudaginn. Þá bar svo við að aðeins sátu tveir aðalmenn fundinn, sjö voru varamenn. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja. Jú, á yfirborðinu gagnrýnir stjórnarandstaðan meirihlutann fyrir að hafa kallað inn varamenn sem ekki höfðu unnið að málinu inni í nefndinni. Með því fengju nefndarmenn sem lagt hefðu mikla vinnu í málið ekki færi á því að vera með í nefndaráliti, en það fylgir málinu áfram í umræðunni. Undir niðri er gagnrýnin þó ekki síst sprottin af þeim rótum að óvíst var um það hvort meirihluti væri fyrir því í nefndinni að afgreiða málið til annarrar umræðu. Með því að kalla inn varamenn sem voru á annarri skoðun en aðalmennirnir komst málið hins vegar á rekspöl. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt formann nefndarinnar, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir þessi vinnubrögð.Þingsköp eða þýlyndi? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Jón Hreggviðsson forðum. Þó þingmenn hafi ekki verið í svo tilvistarlegum spurningum hafa þeir verið að velta fyrir sér nokkru sem snertir grunninn í störfum Alþingis; hvenær má afgreiða mál úr nefnd? Þó það sé ekki sagt berum orðum þá er það viðtekin venja að sum mál séu svæfð í nefnd. Oft og tíðum koma fram umdeild mál sem fáum er akkur í að komi til atkvæðagreiðslu þar sem þurfi að taka endanlega afstöðu til þeirra. Slík mál eru oftar en ekki afgreidd til nefndar eftir fyrstu umræðu og síðan spyrst ekkert til þeirra. Umræðan síðustu daga hefur að einhverju leyti snúist um þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði það berum orðum í þingpúlti á þriðjudag. „Háttvirtir þingmenn sem byrja umræðuna vita þetta ósköp vel og eru að setja á svið eitthvert mikið leikrit vegna þess að þeir þola ekki að málið komi til efnislegrar umræðu.“ Bjarni vísaði því á bug að nokkuð annarlegt hefði gerst, þingsköp hefðu verið virt í hvívetna. Undir það tók Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. „Forseti vill vegna þeirra óska sem beindust að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna að öllum lögum og reglum, bæði þingsköpum og því sem snýr að starfsemi nefndanna.“ Stjórnarandstaðan ber ekki brigður á að farið hafi verið að þingsköpum. Málið snúist hins vegar um að þessum óvenjulegu aðferðum hafi verið beitt vegna þýlyndi við málið sjálft. Löglegt en siðlaust, eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir orðaði það.Unnur Brá Konráðsdóttir.vísir/vilhelm„Ég harma niðurstöðu forseta á skoðun á þessari afgreiðslu, að þetta sé löglegt en siðlaust, vil ég leyfa mér að segja. Hér eru nefnd dæmi um að þingmenn víki úr nefndum til þess að meirihluti flokka þeirra fái ráðið. Hér er ekki um slíkt að ræða. Hér voru þingmenn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á því að nýta átti fjarveru þeirra til þess að smygla út málum.“Efnislega umræðan Nú er ljóst að málið verður tekið til efnislegrar umræðu í annarri umræðu. Það gæti reynst athyglisvert að fylgjast með því, þar sem ljóst er að það er ýmsum flokkum erfitt. Sjálfstæðisflokkur stendur nokkuð heill að baki frumvarpinu, en það er þingmaður hans, Vilhjálmur Árnason, sem leggur það fram. Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í sinni afstöðu og nægir í því efni að vísa til þess að það voru þingmenn Framsóknarflokksins sem voru fjarverandi á umræddum nefndarfundi. Varamennirnir sem afgreiddu málið út úr nefnd komu úr sama flokki. Vinstri græn hafa í gegnum tíðina verið á móti áfengi í matvöruverslanir og engin breyting er á því. Samfylkingin er hins vegar klofnari í afstöðu sinni og bæði Guðbjartur og Sigríður Ingibjörg voru mjög gagnrýnin í sinni afstöðu. Píratar tala almennt fyrir auknu frelsi og það er eins í þessu máli. Björt framtíð á í hvað mestum vandræðum með málið. Flokkurinn vill hafa þá ímynd að vera frjálslyndur og nútímalegur flokkur, en innan hans er mikil andstaða við umrætt frumvarp hjá nokkrum þingmönnum. Öðrum þykir sú afstaða lýsa gamaldags forræðishyggju. Allt þetta kemur í ljós við aðra umræðu málsins.
Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira