Hvenær má taka mál úr nefnd? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. mars 2015 09:15 Samkvæmt frumvarpinu verður útsöluverð á áfengi frjálst. Smásöluhafi skal ábyrgjast öryggiskröfur. vísir/pjetur „Við erum að tala um mál sem naut stuðnings tveggja aðalmanna af níu.“ Með þessum orðum lýsti Guðbjartur Hannesson í hnotskurn gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afgreiðslu allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um verslun með áfengi og tóbak. Nefndin afgreiddi málið til annarrar umræðu á föstudaginn. Þá bar svo við að aðeins sátu tveir aðalmenn fundinn, sjö voru varamenn. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja. Jú, á yfirborðinu gagnrýnir stjórnarandstaðan meirihlutann fyrir að hafa kallað inn varamenn sem ekki höfðu unnið að málinu inni í nefndinni. Með því fengju nefndarmenn sem lagt hefðu mikla vinnu í málið ekki færi á því að vera með í nefndaráliti, en það fylgir málinu áfram í umræðunni. Undir niðri er gagnrýnin þó ekki síst sprottin af þeim rótum að óvíst var um það hvort meirihluti væri fyrir því í nefndinni að afgreiða málið til annarrar umræðu. Með því að kalla inn varamenn sem voru á annarri skoðun en aðalmennirnir komst málið hins vegar á rekspöl. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt formann nefndarinnar, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir þessi vinnubrögð.Þingsköp eða þýlyndi? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Jón Hreggviðsson forðum. Þó þingmenn hafi ekki verið í svo tilvistarlegum spurningum hafa þeir verið að velta fyrir sér nokkru sem snertir grunninn í störfum Alþingis; hvenær má afgreiða mál úr nefnd? Þó það sé ekki sagt berum orðum þá er það viðtekin venja að sum mál séu svæfð í nefnd. Oft og tíðum koma fram umdeild mál sem fáum er akkur í að komi til atkvæðagreiðslu þar sem þurfi að taka endanlega afstöðu til þeirra. Slík mál eru oftar en ekki afgreidd til nefndar eftir fyrstu umræðu og síðan spyrst ekkert til þeirra. Umræðan síðustu daga hefur að einhverju leyti snúist um þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði það berum orðum í þingpúlti á þriðjudag. „Háttvirtir þingmenn sem byrja umræðuna vita þetta ósköp vel og eru að setja á svið eitthvert mikið leikrit vegna þess að þeir þola ekki að málið komi til efnislegrar umræðu.“ Bjarni vísaði því á bug að nokkuð annarlegt hefði gerst, þingsköp hefðu verið virt í hvívetna. Undir það tók Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. „Forseti vill vegna þeirra óska sem beindust að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna að öllum lögum og reglum, bæði þingsköpum og því sem snýr að starfsemi nefndanna.“ Stjórnarandstaðan ber ekki brigður á að farið hafi verið að þingsköpum. Málið snúist hins vegar um að þessum óvenjulegu aðferðum hafi verið beitt vegna þýlyndi við málið sjálft. Löglegt en siðlaust, eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir orðaði það.Unnur Brá Konráðsdóttir.vísir/vilhelm„Ég harma niðurstöðu forseta á skoðun á þessari afgreiðslu, að þetta sé löglegt en siðlaust, vil ég leyfa mér að segja. Hér eru nefnd dæmi um að þingmenn víki úr nefndum til þess að meirihluti flokka þeirra fái ráðið. Hér er ekki um slíkt að ræða. Hér voru þingmenn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á því að nýta átti fjarveru þeirra til þess að smygla út málum.“Efnislega umræðan Nú er ljóst að málið verður tekið til efnislegrar umræðu í annarri umræðu. Það gæti reynst athyglisvert að fylgjast með því, þar sem ljóst er að það er ýmsum flokkum erfitt. Sjálfstæðisflokkur stendur nokkuð heill að baki frumvarpinu, en það er þingmaður hans, Vilhjálmur Árnason, sem leggur það fram. Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í sinni afstöðu og nægir í því efni að vísa til þess að það voru þingmenn Framsóknarflokksins sem voru fjarverandi á umræddum nefndarfundi. Varamennirnir sem afgreiddu málið út úr nefnd komu úr sama flokki. Vinstri græn hafa í gegnum tíðina verið á móti áfengi í matvöruverslanir og engin breyting er á því. Samfylkingin er hins vegar klofnari í afstöðu sinni og bæði Guðbjartur og Sigríður Ingibjörg voru mjög gagnrýnin í sinni afstöðu. Píratar tala almennt fyrir auknu frelsi og það er eins í þessu máli. Björt framtíð á í hvað mestum vandræðum með málið. Flokkurinn vill hafa þá ímynd að vera frjálslyndur og nútímalegur flokkur, en innan hans er mikil andstaða við umrætt frumvarp hjá nokkrum þingmönnum. Öðrum þykir sú afstaða lýsa gamaldags forræðishyggju. Allt þetta kemur í ljós við aðra umræðu málsins. Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
„Við erum að tala um mál sem naut stuðnings tveggja aðalmanna af níu.“ Með þessum orðum lýsti Guðbjartur Hannesson í hnotskurn gagnrýni stjórnarandstöðunnar á afgreiðslu allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um verslun með áfengi og tóbak. Nefndin afgreiddi málið til annarrar umræðu á föstudaginn. Þá bar svo við að aðeins sátu tveir aðalmenn fundinn, sjö voru varamenn. Hvaða máli skiptir það? kann einhver að spyrja. Jú, á yfirborðinu gagnrýnir stjórnarandstaðan meirihlutann fyrir að hafa kallað inn varamenn sem ekki höfðu unnið að málinu inni í nefndinni. Með því fengju nefndarmenn sem lagt hefðu mikla vinnu í málið ekki færi á því að vera með í nefndaráliti, en það fylgir málinu áfram í umræðunni. Undir niðri er gagnrýnin þó ekki síst sprottin af þeim rótum að óvíst var um það hvort meirihluti væri fyrir því í nefndinni að afgreiða málið til annarrar umræðu. Með því að kalla inn varamenn sem voru á annarri skoðun en aðalmennirnir komst málið hins vegar á rekspöl. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt formann nefndarinnar, Unni Brá Konráðsdóttur, fyrir þessi vinnubrögð.Þingsköp eða þýlyndi? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Jón Hreggviðsson forðum. Þó þingmenn hafi ekki verið í svo tilvistarlegum spurningum hafa þeir verið að velta fyrir sér nokkru sem snertir grunninn í störfum Alþingis; hvenær má afgreiða mál úr nefnd? Þó það sé ekki sagt berum orðum þá er það viðtekin venja að sum mál séu svæfð í nefnd. Oft og tíðum koma fram umdeild mál sem fáum er akkur í að komi til atkvæðagreiðslu þar sem þurfi að taka endanlega afstöðu til þeirra. Slík mál eru oftar en ekki afgreidd til nefndar eftir fyrstu umræðu og síðan spyrst ekkert til þeirra. Umræðan síðustu daga hefur að einhverju leyti snúist um þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði það berum orðum í þingpúlti á þriðjudag. „Háttvirtir þingmenn sem byrja umræðuna vita þetta ósköp vel og eru að setja á svið eitthvert mikið leikrit vegna þess að þeir þola ekki að málið komi til efnislegrar umræðu.“ Bjarni vísaði því á bug að nokkuð annarlegt hefði gerst, þingsköp hefðu verið virt í hvívetna. Undir það tók Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. „Forseti vill vegna þeirra óska sem beindust að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna að öllum lögum og reglum, bæði þingsköpum og því sem snýr að starfsemi nefndanna.“ Stjórnarandstaðan ber ekki brigður á að farið hafi verið að þingsköpum. Málið snúist hins vegar um að þessum óvenjulegu aðferðum hafi verið beitt vegna þýlyndi við málið sjálft. Löglegt en siðlaust, eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir orðaði það.Unnur Brá Konráðsdóttir.vísir/vilhelm„Ég harma niðurstöðu forseta á skoðun á þessari afgreiðslu, að þetta sé löglegt en siðlaust, vil ég leyfa mér að segja. Hér eru nefnd dæmi um að þingmenn víki úr nefndum til þess að meirihluti flokka þeirra fái ráðið. Hér er ekki um slíkt að ræða. Hér voru þingmenn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á því að nýta átti fjarveru þeirra til þess að smygla út málum.“Efnislega umræðan Nú er ljóst að málið verður tekið til efnislegrar umræðu í annarri umræðu. Það gæti reynst athyglisvert að fylgjast með því, þar sem ljóst er að það er ýmsum flokkum erfitt. Sjálfstæðisflokkur stendur nokkuð heill að baki frumvarpinu, en það er þingmaður hans, Vilhjálmur Árnason, sem leggur það fram. Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í sinni afstöðu og nægir í því efni að vísa til þess að það voru þingmenn Framsóknarflokksins sem voru fjarverandi á umræddum nefndarfundi. Varamennirnir sem afgreiddu málið út úr nefnd komu úr sama flokki. Vinstri græn hafa í gegnum tíðina verið á móti áfengi í matvöruverslanir og engin breyting er á því. Samfylkingin er hins vegar klofnari í afstöðu sinni og bæði Guðbjartur og Sigríður Ingibjörg voru mjög gagnrýnin í sinni afstöðu. Píratar tala almennt fyrir auknu frelsi og það er eins í þessu máli. Björt framtíð á í hvað mestum vandræðum með málið. Flokkurinn vill hafa þá ímynd að vera frjálslyndur og nútímalegur flokkur, en innan hans er mikil andstaða við umrætt frumvarp hjá nokkrum þingmönnum. Öðrum þykir sú afstaða lýsa gamaldags forræðishyggju. Allt þetta kemur í ljós við aðra umræðu málsins.
Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira