Rússar íhuga loftárásir í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2015 08:04 Vladimir Putin eftir allsherjarþingið.er Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í fyrsta sinn í eitt ár eftir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar ræddu forsetarnir ástandið í Sýrlandi og hvaða skref væri hægt að taka til að stöðva átökin þar. Putin sagði Rússa íhuga að gera loftárásir í Sýrlandi. Putin vill að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, verði áfram við völd en Obama segir það ómögulegt eftir að uppreisnarhópar hafi barist til að koma honum frá völdum í fjögur ár. Ekki væri mögulegt að snúa aftur eftir allar þessar blóðsúthellingar. Meira en 250 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastyrjöldinni og gífurlegur fjöldi Sýrlendinga hefur þurft að flýja heimili sín. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru litlar líkur á að Obama og Putin muni vinna að sameiginlegri lausn í Sýrlandi, en eftir einkafund þeirra gáfu þeir út óskýrar tilkynningar um nauðsyn þess að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, studdi Obama og sagði engan geta ímyndað sér pólitíska lausn þar sem Assad væri enn við völd. Hann kallaði eftir því að önnur ríki í Mið-Austurlöndum, með áhrif í Sýrlandi, beittu sér fyrir stjórnarskiptum þar. Tyrkir eru einnig mótfallnir því að Assad verði áfram við völd. Yfirvöld Íran tóku þó í sama streng og Putin og sögðu Assad þurfa að halda völdum til að berjast gegn öfgahópum eins og Íslamska ríkinu. Rússar hafa aukið við herafla sinn í Sýrlandi undanfarið, þar sem rússneskir hermenn hafa þjálfað sýrlenska í notkun nýrra vopna sem Rússar hafa flutt til landsins. Þar að auki sagði Putin að Rússar íhuguðu nú að gera loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58 Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13 Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05 Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira
Pútín telur Rússa og Bandaríkjamenn geta unnið saman að lausn í Sýrlandi Fundaði með Barack Obama í 94 mínútur í gær. 29. september 2015 06:58
Pútín ávarpar allsherjarþingið: Aðgerðir Bandaríkjamanna efldu Íslamska ríkið Rússlandsforseti segir það mistök að vinna ekki með sitjandi ríkisstjórn Sýrlands gegn liðsmönnum ISIS. 28. september 2015 18:13
Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu Fundar með Bandaríkjaforseta í dag. 28. september 2015 07:05
Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum 29. september 2015 07:00