NATO boðar til neyðarfundar vegna rússnesku herþotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 11:57 Frá fundi ráðsins Vísir/afp Norður-Atlantshafsráðið hefur boðað til neyðarfundar í dag í kjölfar gröndunar rússnesku Su-24 herþotunnar yfir Sýrlandi í morgun. Þetta fullyrðir blaðamaður Times á Twitter sinni síðu í dag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Tyrkja sem vilja útskýra aðkomu sína að árásinni. Fundurinn mun fara fram í Brussel í dag klukkan 4 að íslenskum tíma. Köldu blæs nú á milli rússneskra og tyrkneskra stjórnvalda og hafa rússneskir þingmenn látið hafa eftir sér að réttast væri að afturkalla sendiherra landsins í Tyrklandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NATO-ríki hefur skotið niður rússneska herþotu og uppi eru miklar vangaveltur um hvernig Atlantshafsbandalagið skuli bregðast við árásinni. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, sem öll 28 aðildarríkin hafa skrifað undir, er nokkuð skýr hvað árás á NATO-ríki, þegna þeirra eða hersveitir varðar. Þar segir:Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi. Í greininni er þó ekki tiltekið hvernig skuli brugðist við árásum NATO-ríkis á aðila utan bandalagsins. Rússland er ekki aðila að Atlantshafsbandalaginu en tekur þátt í „Partnership for Peace“-samstarfinu sem komið var á milli aðildarríkja NATO og fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns Vladimirs Pútín Rússlandsforseta líta Rússar árásina í dag mjög alvarlegum augum. „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaðurinn notaði. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum. Þó er talið nær öruggt að annar mannanna sé látinn og hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi birt myndskeið af því sem virðist vera lík mannsins. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Norður-Atlantshafsráðið hefur boðað til neyðarfundar í dag í kjölfar gröndunar rússnesku Su-24 herþotunnar yfir Sýrlandi í morgun. Þetta fullyrðir blaðamaður Times á Twitter sinni síðu í dag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Tyrkja sem vilja útskýra aðkomu sína að árásinni. Fundurinn mun fara fram í Brussel í dag klukkan 4 að íslenskum tíma. Köldu blæs nú á milli rússneskra og tyrkneskra stjórnvalda og hafa rússneskir þingmenn látið hafa eftir sér að réttast væri að afturkalla sendiherra landsins í Tyrklandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NATO-ríki hefur skotið niður rússneska herþotu og uppi eru miklar vangaveltur um hvernig Atlantshafsbandalagið skuli bregðast við árásinni. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, sem öll 28 aðildarríkin hafa skrifað undir, er nokkuð skýr hvað árás á NATO-ríki, þegna þeirra eða hersveitir varðar. Þar segir:Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi. Í greininni er þó ekki tiltekið hvernig skuli brugðist við árásum NATO-ríkis á aðila utan bandalagsins. Rússland er ekki aðila að Atlantshafsbandalaginu en tekur þátt í „Partnership for Peace“-samstarfinu sem komið var á milli aðildarríkja NATO og fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns Vladimirs Pútín Rússlandsforseta líta Rússar árásina í dag mjög alvarlegum augum. „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaðurinn notaði. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum. Þó er talið nær öruggt að annar mannanna sé látinn og hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi birt myndskeið af því sem virðist vera lík mannsins. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira