Enski boltinn

Rooney og Martial æfðu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martial kátur á æfingunni í dag.
Martial kátur á æfingunni í dag. Vísir/Getty

Louis van Gaal endurheimti þá Wayne Rooney og Anthony Martial á æfingu í dag en báðir misstu af leik Manchester United og Watford um helgina. United vann leikinn, 2-1.

Sjá einnig: Manchester United á toppinn eftir dramatískan sigur á Watford

Rooney var veikur og Martial að glíma við meiðsli í fæti. En báðir mættu á æfingu í dag, sem og Marouane Fellaini sem hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla í kálfa.

Engu að síður eru lykilmenn enn fjarverandi. Phil Jones er meiddur á ökkla og Ander Herrera aftan í læri en alls eru sex leikmenn aðalliðsins hjá United nú á meiðslalistanum.

Sjá einnig: Martial yfirgaf Wembley á hækjum

Bastian Schweinsteiger missti af æfingunni í dag af ókunnum ástæðum og þeir Luke Shaw, Antonio Valencia og Michael Carrick eru allir frá.

United kemst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar ef liðið vinnur PSV á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×