Fjölskylda „Klukkudrengsins“ vill tvo milljarða og afsökunarbeiðni Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 16:39 Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. twitter Fimmtján milljónir dala, um 2 milljarðar íslenskra króna, og afsökunarbeiðnir frá borgarstjóranum og lögreglustjóranum. Þetta er það sem fjölskylda hins 14 ára gamla Ahmeds Mohamed fer fram á af borgar- og skólayfirvöldum - ellegar muni hún höfða mál.Sjá einnig: Héldu að klukka væri sprengja og handtóku 14 ára pilt Mohamed varð heimsfrægur á einni nóttu í fyrra þegar hann kom með heimatilbúna klukku í skólann sinn í Irving í Texas. Einn kennara hans hélt að um sprengju væri að ræða og gerði skólastjórnendum viðvart. Þeir hringdu svo á lögregluna. Ahmed var handtekinn, settur í handjárn og færður til yfirheyrslu.Sjá einnig: Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta húsið og til Facebook Fjölskylda Mohameds sagði á sínum tíma að honum hafi verið vísað úr skóla í þrjá daga og lögreglustjóri Irving varði aðgerðir lögreglunnar og skólayfirvöld. „Við búum á þannig tímum að það er ekki hægt að taka hluti eins og þennan í skólann.“ Mál Mohameds vakti heimsathygli, hann varð eitt vinsælasta umfjöllunarefni á Twitter um tíma og fjölmörg mikilmenni buðu honum gull og græna skóga; svosem Bandaríkjaforseti og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Í bréfi lögmanns fjölskyldunnar segir að Mohamed hafi hlotið varanlegan andlegan skaða vegna handtökunnar og yfirheyrslu lögreglunnar sem stóð yfir á aðra klukkstund. Þá sé orðspor hans laskað „á alheimsvísu.“ Þar segir einnig að fjölskylda Mohameds hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna málsins og að hún verði ætíð bendluð við sprengjugerð – „án nokkurra stoða í raunveruleikanum.“ Ef yfirvöld verða ekki við kröfu fjölskyldunnar innan 60 daga mun fjölskyldan fara með málið fyrir dómstóla. Tengdar fréttir Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. 16. september 2015 07:32 Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta Húsið og til Facebook Ahmed var handjárnaður í skóla sínum í Irving í Texas á mánudaginn, eftir að kennurum þótti heimagerð klukka hans líkjast sprengju. 16. september 2015 19:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Fimmtján milljónir dala, um 2 milljarðar íslenskra króna, og afsökunarbeiðnir frá borgarstjóranum og lögreglustjóranum. Þetta er það sem fjölskylda hins 14 ára gamla Ahmeds Mohamed fer fram á af borgar- og skólayfirvöldum - ellegar muni hún höfða mál.Sjá einnig: Héldu að klukka væri sprengja og handtóku 14 ára pilt Mohamed varð heimsfrægur á einni nóttu í fyrra þegar hann kom með heimatilbúna klukku í skólann sinn í Irving í Texas. Einn kennara hans hélt að um sprengju væri að ræða og gerði skólastjórnendum viðvart. Þeir hringdu svo á lögregluna. Ahmed var handtekinn, settur í handjárn og færður til yfirheyrslu.Sjá einnig: Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta húsið og til Facebook Fjölskylda Mohameds sagði á sínum tíma að honum hafi verið vísað úr skóla í þrjá daga og lögreglustjóri Irving varði aðgerðir lögreglunnar og skólayfirvöld. „Við búum á þannig tímum að það er ekki hægt að taka hluti eins og þennan í skólann.“ Mál Mohameds vakti heimsathygli, hann varð eitt vinsælasta umfjöllunarefni á Twitter um tíma og fjölmörg mikilmenni buðu honum gull og græna skóga; svosem Bandaríkjaforseti og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Í bréfi lögmanns fjölskyldunnar segir að Mohamed hafi hlotið varanlegan andlegan skaða vegna handtökunnar og yfirheyrslu lögreglunnar sem stóð yfir á aðra klukkstund. Þá sé orðspor hans laskað „á alheimsvísu.“ Þar segir einnig að fjölskylda Mohameds hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna málsins og að hún verði ætíð bendluð við sprengjugerð – „án nokkurra stoða í raunveruleikanum.“ Ef yfirvöld verða ekki við kröfu fjölskyldunnar innan 60 daga mun fjölskyldan fara með málið fyrir dómstóla.
Tengdar fréttir Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. 16. september 2015 07:32 Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta Húsið og til Facebook Ahmed var handjárnaður í skóla sínum í Irving í Texas á mánudaginn, eftir að kennurum þótti heimagerð klukka hans líkjast sprengju. 16. september 2015 19:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. 16. september 2015 07:32
Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta Húsið og til Facebook Ahmed var handjárnaður í skóla sínum í Irving í Texas á mánudaginn, eftir að kennurum þótti heimagerð klukka hans líkjast sprengju. 16. september 2015 19:30