Erlent

Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta Húsið og til Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Ahmed, Zuckerberg og Obama.
Ahmed, Zuckerberg og Obama. Vísir/Twitter/EPA
Barack Obama hefur boðið hinum fjórtán ára gamla Ahmed í heimsókn í Hvíta húsið til að sýna sér heimagerða klukku sem Ahmed hefur búið til. Ahmed var handjárnaður í skóla sínum í Irving í Texas á mánudaginn, eftir að kennurum þótti klukka hans líkjast sprengju. Mark Zuckerberg hefur einnig boðið honum í heimsókn til höfuðstöðva Facebook.

„Flott klukka Ahmed. Viltu koma með hana í Hvíta húsið? Við ættum að hvetja fleiri krakka eins og þig til að líka við vísindi,“ sagði Barack Obama á Twitter í dag. Mark Zuckerberg sló á svipaða strengi og sagði að það ætti að fagna því að Ahmed búi yfir hæfileikum til að byggja og skapa.

Ahmed hefur gaman af því að byggja útvörp og að gera við go-kart bíl sinn. Síðastliðinn sunnudag bjó hann til klukkuna og vildi sýna verkfræði kennara sínum hana. Hann var þó varaður við því að hafa klukkuna í bakpoka sínum. Um morguninn fór klukkan að pípa og þegar kennarinn sá hana var Ahmed dreginn úr tíma.

Skólastjórinn og lögregluþjónar leituðu á honum og var hann handjárnaður og fylgt af skólalóðinni.

Fjölskylda Ahmed segir að honum hafi verið vísað úr skóla í þrjá daga og lögreglustjóri Irving varði aðgerðir lögreglunnar og skólayfirvöld. „Við búum á þannig tímum að það er ekki hægt að taka hluti eins og þennan í skólann.“

Talsmaður skólans segir að ef Ahmed væri ekki múslimi hefðu skólayfirvöld brugðist við á nákvæmlega sama hátt.

You've probably seen the story about Ahmed, the 14 year old student in Texas who built a clock and was arrested when he...

Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, September 16, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×