Ahmed boðið í heimsókn í Hvíta Húsið og til Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2015 19:30 Ahmed, Zuckerberg og Obama. Vísir/Twitter/EPA Barack Obama hefur boðið hinum fjórtán ára gamla Ahmed í heimsókn í Hvíta húsið til að sýna sér heimagerða klukku sem Ahmed hefur búið til. Ahmed var handjárnaður í skóla sínum í Irving í Texas á mánudaginn, eftir að kennurum þótti klukka hans líkjast sprengju. Mark Zuckerberg hefur einnig boðið honum í heimsókn til höfuðstöðva Facebook. „Flott klukka Ahmed. Viltu koma með hana í Hvíta húsið? Við ættum að hvetja fleiri krakka eins og þig til að líka við vísindi,“ sagði Barack Obama á Twitter í dag. Mark Zuckerberg sló á svipaða strengi og sagði að það ætti að fagna því að Ahmed búi yfir hæfileikum til að byggja og skapa. Ahmed hefur gaman af því að byggja útvörp og að gera við go-kart bíl sinn. Síðastliðinn sunnudag bjó hann til klukkuna og vildi sýna verkfræði kennara sínum hana. Hann var þó varaður við því að hafa klukkuna í bakpoka sínum. Um morguninn fór klukkan að pípa og þegar kennarinn sá hana var Ahmed dreginn úr tíma. Skólastjórinn og lögregluþjónar leituðu á honum og var hann handjárnaður og fylgt af skólalóðinni. Fjölskylda Ahmed segir að honum hafi verið vísað úr skóla í þrjá daga og lögreglustjóri Irving varði aðgerðir lögreglunnar og skólayfirvöld. „Við búum á þannig tímum að það er ekki hægt að taka hluti eins og þennan í skólann.“ Talsmaður skólans segir að ef Ahmed væri ekki múslimi hefðu skólayfirvöld brugðist við á nákvæmlega sama hátt. Cool clock, Ahmed. Want to bring it to the White House? We should inspire more kids like you to like science. It's what makes America great.— President Obama (@POTUS) September 16, 2015 You've probably seen the story about Ahmed, the 14 year old student in Texas who built a clock and was arrested when he...Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, September 16, 2015 #standwithahmed Tweets Tengdar fréttir Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. 16. september 2015 07:32 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Barack Obama hefur boðið hinum fjórtán ára gamla Ahmed í heimsókn í Hvíta húsið til að sýna sér heimagerða klukku sem Ahmed hefur búið til. Ahmed var handjárnaður í skóla sínum í Irving í Texas á mánudaginn, eftir að kennurum þótti klukka hans líkjast sprengju. Mark Zuckerberg hefur einnig boðið honum í heimsókn til höfuðstöðva Facebook. „Flott klukka Ahmed. Viltu koma með hana í Hvíta húsið? Við ættum að hvetja fleiri krakka eins og þig til að líka við vísindi,“ sagði Barack Obama á Twitter í dag. Mark Zuckerberg sló á svipaða strengi og sagði að það ætti að fagna því að Ahmed búi yfir hæfileikum til að byggja og skapa. Ahmed hefur gaman af því að byggja útvörp og að gera við go-kart bíl sinn. Síðastliðinn sunnudag bjó hann til klukkuna og vildi sýna verkfræði kennara sínum hana. Hann var þó varaður við því að hafa klukkuna í bakpoka sínum. Um morguninn fór klukkan að pípa og þegar kennarinn sá hana var Ahmed dreginn úr tíma. Skólastjórinn og lögregluþjónar leituðu á honum og var hann handjárnaður og fylgt af skólalóðinni. Fjölskylda Ahmed segir að honum hafi verið vísað úr skóla í þrjá daga og lögreglustjóri Irving varði aðgerðir lögreglunnar og skólayfirvöld. „Við búum á þannig tímum að það er ekki hægt að taka hluti eins og þennan í skólann.“ Talsmaður skólans segir að ef Ahmed væri ekki múslimi hefðu skólayfirvöld brugðist við á nákvæmlega sama hátt. Cool clock, Ahmed. Want to bring it to the White House? We should inspire more kids like you to like science. It's what makes America great.— President Obama (@POTUS) September 16, 2015 You've probably seen the story about Ahmed, the 14 year old student in Texas who built a clock and was arrested when he...Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, September 16, 2015 #standwithahmed Tweets
Tengdar fréttir Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. 16. september 2015 07:32 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. 16. september 2015 07:32