Erlent

Héldu að klukka væri sprengja og handtóku fjórtán ára pilt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum.
Lögreglunni þótti klukkan líkjast sprengju og var drengurinn leiddur á brott úr skólanum í handjárnum. Twitter
Fjórtán ára múslímskur piltur var handtekinn í  Irving  í  Texas  vegna gruns um að hann væri að smíða sprengju. Drengurinn var hins vegar í raun að útbúa stafræna klukku sem hann tók með sér í skólann til að sýna kennara.

Lögreglunni þótti klukkan hins vegar líkjast sprengju og var hann því leiddur á brott úr skólanum í handjárnum.

Drengurinn, sem nýtur mikils stuðnings á samfélagsmiðlum eftir handtökuna, hefur heitið því að koma aldrei með uppfinningu eða verkefni að heiman með sér í skólann aftur.

Lögreglan hefur málið enn til rannsóknar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×