Innlent

18 mánaða fangelsi: Stefán Logi fær tvær milljónir í bætur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson við aðalmeðferð málsins í mars síðastliðnum.
Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson við aðalmeðferð málsins í mars síðastliðnum. vísir/gva
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Daníel Rafn Guðmundsson í átján mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli í maí 2013. Daníel þarf auk þess að greiða Stefáni Loga tvær milljónir króna í bætur.

Daníel var ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn.

 Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.

Sjá einnig: Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps

Daníel neitaði sök en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að sannað væri að hann hefði gerst sekur um árásina.

Auk fangelsisvistar var hann dæmdur til að greiða verjanda sínum tvær milljónir króna, 450 þúsund krónur til réttargæslumanns og 511 þúsund krónur í annan málskostnað. Þá verða hafnaboltakylfan og hnúajárnin gerð upptæk.


Tengdar fréttir

Taldi manninn látinn

Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn.

„Það var virkilega vont að horfa á þetta“

Stefán Blackburn og nágrannar Daníels Rafns voru á meðal þeirra sem gáfu skýrslu fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins vegna líkamsárásar á Stefán Loga Sívarsson.

Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina

Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×