Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Stígur Helgason skrifar 21. maí 2013 10:15 Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu á miðri götu seinni partinn á föstudag. Fréttablaðið/Daníel Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira