„Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 15:45 Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. Vísir/GVA Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut. Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut.
Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52