80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 14:30 Frá aðgerðum tollayfirvalda á Seyðisfirði þegar parið var handtekið. vísir Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54
80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44
Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38