Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2015 14:38 Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið. Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Litlar upplýsingar eru að fá að svo stöddu um fíkniefnafundinn í Norrænu í gær. Vísir hafði heimildir fyrir því að lögreglan á Austurlandi og tollverðir á Seyðisfirði hefðu lagt hald á um það bil 30 kíló af hvítum efnum í ferjunni sem siglir á milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hafði Vísir einnig heimildir fyrir því að fleiri en einn hefðu verið handteknir í tengslum við fundinn. Hvorki lögeglan á Austurlandi né tollverðir á tollstöðinni á Seyðisfirði hafa viljað tjá sig frekar um málið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur heimildir fyrir því að fíkniefnin hefðu fundist í húsbíl sem kom með Norrænu í gærmorgun. Segist RÚV hafa heimildir fyrir því að heildarþyngd efnanna hefði numið um hundrað kílóum og að þau hefðu verið í mörgum pokum. Segir RÚV jafnframt erlent par hafa verið í bílnum. Það myndi gera þetta mál eitt af stærri fíkniefnamálum hér á landi. Hollenska móðirin Um síðastliðna páska voru hollenskar mæðgur stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með um 20 kíló af fíkniefnum. Íslenskur karlmaður var handtekinn í kjölfarið þar sem hann tók við pakkningu og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi vera fíkniefnin sem voru flutt til landsins. Var móðirin notuð í tálbeituaðgerð lögreglunnar til að ná viðtakanda fíkniefnanna. Fíkniefni með póstsendingu Árið 2013 lögðu tollverðir hald á tugi kílóa af amfetamíni, bæði í duft og vökvaformi, sem bárust hingað tl lands með póstsendingum frá Danmörku. Papeyjarmálið Árið 2009 lagði lögregla hald á rúmlega hundrað kíló af hvítu dufti í skútunni í Sirtaki. Var málið jafnan nefnt Papeyjarmálið því viðtaka fíkniefnanna átti sér stað við Papey en skútunni hafði verið siglt frá Hollandi. Pólstjörnumálið Þá var Pólstjörnumálið afar umtalað á sínum tíma en þar notuðu smyglarar litla skútu til að koma fjörutíu kílóum af amfetamíni og e-töflum yfir Atlantshafið.
Leki og spilling í lögreglu Norræna Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Lögðu hald á umtalsvert magn fíkniefna í Norrænu Fleiri en einn hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. 9. september 2015 13:18