Innlent

80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá aðgerðum tollayfirvalda við Norrænu á Seyðisfirði í síðustu viku.
Frá aðgerðum tollayfirvalda við Norrænu á Seyðisfirði í síðustu viku. MYND/VÍSIR
Efnin sem fundust um borð í Norrænu 8. september sl. reyndust vera um 80 kílógrömm af efninu MDMA. Fundust efnin í niðursuðudósum, varadekki bifreiðarinnar sem þau grunuðu voru á og tveimur gaskútum. Sá sem er grunaður um innflutning á efnunum hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hefur hann játað vitneskju um tilvist efnanna en segir að eiginkona sín hafi ekki vitað um efnin.Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands þar sem varðhaldsdómur yfir hinum grunaða er staðfestur kemur fram að efnin hafi fundist í 14 niðursuðudósum sem hver innihélt um 800 grömm af óþynntu MDMA eða samtals 11.2 kíló. Einnig segir að það liggi fyrir að í varadekki bifreiðar hjónanna og í tveimur gaskútum megi finna um 70 kg af ætluðum fíkniefnum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. Er um að ræða eitt af stærstu fíkniefnamálum sem komið upp hefur á Íslandi. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fíkniefni á hundruð milljóna

Hald var lagt á hátt í níutíu kíló af fíkniefnum á Seyðisfirði á þriðjudagsmorgun. Ljóst er að markaðsvirðið hleypur á hundruðum milljóna. Hollenskt par var dæmt í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna smyglsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.