Fjórir menn sem tengdust árásinni á herskóla í pakistönsku borginni Peshawar í desember á síðasta ári hafa verið teknir af lífi. Rúmlega 150 manns féllu í árásinni, aðallega börn.
Í frétt BBC kemur fram að herdómstóll hafi dæmt mennina – Maulvi Abdus Salam, Hazrat Ali, Mujeebur Rehman og Sabeel – til dauða og voru þeir teknir af lífi með hengingu.
Vígamenn Talibana réðust á skólann þann 16. desember síðastliðinn og vakti árásinn mikinn óhug í Pakistan og víðar.
Í kjölfar árásarinnar brugðust pakistönsk stjórnvöld við með því að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir gegn íslönskum vígamönnum og að koma á sérstökum herdómstólum til að dæma í málum grunaðra. Þá voru fyrstu dauðadómarnir kveðnir upp í landinu í sex ár.
Mennirnir voru teknir af lífi snemma í morgun í fangelsi í bænum Kohat í norðvesturhluta Pakistans.
