Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 12:03 Höfnin í Grundarfirði. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. Sakborningarnir eru tveir en annar þeirra hafði kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Úrskurð Hæstaréttar, sem og úrskurð Héraðsdóms Vesturlands, má sjá á heimsíðu Hæstaréttar. Meðal dómsgagna er myndbandsupptaka af líkamsárásinni sem átti sér stað á bryggjunni í Grundarfirði aðfaranótt 17. júlí. Þar sést að mennirnir tveir, sem voru áhafnarmeðlimir skips sem var við löndun í Grundarfirði, hafi veist að öðrum manni. Sá var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið haldið sofandi síðan. Í niðurstöðu Hæstaréttar ekki greint frá því hver átti upptökin, en þó segir að ekki sé samræmi á milli upptökunnar og framburðar sakborninganna. Þar segir að sá sem skaut málinu til Hæstaréttar kunni að torvelda rannsóknina verði hann látinn laus úr einangrun.Stóð klofvega yfir honum Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi fengið tilkynningu um meðvitundarlausan mann og að gerendur hafi farið aftur um borð í skipið. Vitni að árásinni segir þann slasaða hafa verið að kítast við tvo menn á hafnarsvæðinu. Þeir hafi byrjað að slást og féll maðurinn með höfuðið í malbikið eftir hnefahögg. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvor sakborninganna hafi slegið manninn fyrst, en líklega hafi hann rotast við fallið í malbikið. Hann segir annan sakborninganna hafa stigið klofvega yfir hann og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið einu sinni eða tvisvar. Við það hafi höfuð hans skollið í malbikið. Vitnið ók til þeirra á lyftara og segir sakborningana hafa „eitthvað farið að rífa sig“. Þó hafi annar áhafnarmeðlimur komið frá bátnum og hinir tveir farið aftur um borð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði einn sakborninga að hann héldi að gafflar lyftarans hafi farið í höfuð mannsins. Hann vildi ekkert segja um þátt hins sakbornings í atburðarásinni, því hann hefði verið upptekinn við að verja sig. Hann sagði myndbandsupptökuna ekki sýna fram á neitt annað en það sem hann hafi haldið fram. Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. Sakborningarnir eru tveir en annar þeirra hafði kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald. Úrskurð Hæstaréttar, sem og úrskurð Héraðsdóms Vesturlands, má sjá á heimsíðu Hæstaréttar. Meðal dómsgagna er myndbandsupptaka af líkamsárásinni sem átti sér stað á bryggjunni í Grundarfirði aðfaranótt 17. júlí. Þar sést að mennirnir tveir, sem voru áhafnarmeðlimir skips sem var við löndun í Grundarfirði, hafi veist að öðrum manni. Sá var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið haldið sofandi síðan. Í niðurstöðu Hæstaréttar ekki greint frá því hver átti upptökin, en þó segir að ekki sé samræmi á milli upptökunnar og framburðar sakborninganna. Þar segir að sá sem skaut málinu til Hæstaréttar kunni að torvelda rannsóknina verði hann látinn laus úr einangrun.Stóð klofvega yfir honum Í úrskurði héraðsdóms segir að lögreglan hafi fengið tilkynningu um meðvitundarlausan mann og að gerendur hafi farið aftur um borð í skipið. Vitni að árásinni segir þann slasaða hafa verið að kítast við tvo menn á hafnarsvæðinu. Þeir hafi byrjað að slást og féll maðurinn með höfuðið í malbikið eftir hnefahögg. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvor sakborninganna hafi slegið manninn fyrst, en líklega hafi hann rotast við fallið í malbikið. Hann segir annan sakborninganna hafa stigið klofvega yfir hann og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið einu sinni eða tvisvar. Við það hafi höfuð hans skollið í malbikið. Vitnið ók til þeirra á lyftara og segir sakborningana hafa „eitthvað farið að rífa sig“. Þó hafi annar áhafnarmeðlimur komið frá bátnum og hinir tveir farið aftur um borð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði einn sakborninga að hann héldi að gafflar lyftarans hafi farið í höfuð mannsins. Hann vildi ekkert segja um þátt hins sakbornings í atburðarásinni, því hann hefði verið upptekinn við að verja sig. Hann sagði myndbandsupptökuna ekki sýna fram á neitt annað en það sem hann hafi haldið fram.
Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15
Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16
Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53