Enski boltinn

Keane: Helvítis Dancing Queen

Keane var ekki sáttur með lagavalið í klefanum hjá Sunderland.
Keane var ekki sáttur með lagavalið í klefanum hjá Sunderland. Vísir/Getty
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, lætur gamminn geysa í nýrri ævisögu sinni, The Second Half.

Meðal þess sem Keane segir frá í ævisögunni er tónlistarvalið í búningsklefanum hjá Sunderland meðan hann þar við stjórnvölinn.

„Það hljómar kannski undarlega en tónlistarvalið í klefanum segir ýmislegt um persónuleika leikmanna.

„Yngri leikmaður væri líklegur til að spila nýjustu tónlistina, en eldri leikmaður gæti mótmælt og ákveðið velja tónlistina sjálfur,“ segir Keane í ævisögunni.

„En ég tók eftir því hjá Sunderland að það var enginn leikmaður sem stjórnaði tónlistinni. Starfsmaður félagsins sá um tónlistina. Ég horfði á hann og hugsaði: „Ég vona að einhver taki völdin af honum.“ Síðasta lagið sem var spilað áður en leikmennirnir gengu út á völlinn var Dancing Queen með ABBA.

„Það olli mér hugarangri að enginn af leikmönnunum skyldi segja honum að slökkva á laginu. Þeir voru að fara spila fótboltaleik, fullorðnir karlmenn, og þeir voru að hlusta á helvítis Dancing Queen. Þetta truflaði mig. Það voru ekki eins margir leiðtogar í liðinu og ég hélt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×