„Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. október 2014 19:51 Vísir/GVA Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um að félagsmálaráðherra hygðist fela Barnaverndarstofu að gera 500 milljóna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi alfarið lagst gegn því, þar sem nýting á úrræðinu sé ófullnægjandi. Auk þess sem staðsetning heimilisins í Skagafirði sé óheppileg í ljósi þess að takmarkaður aðgangur sé að fagfólki á þessu svæði.Er réttlætanlegt að nýta þessa fjármuni með þessum hætti?„Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þetta er nánast sama upphæðin og var samið um árið 2012, bara með verðlagsbreytingum og öðru,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.Eygló hafnar því að hafa orðið fyrir þrýstingi alþingis- og sveitarstjórnarmanna á norðurlandi um að meðferðarheimilið verði staðsett í Skagafirði. Þá segir hún þessa ráðstöfun ekki hluta af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. „Hins vegar er það auðvitað alltaf þannig að þegar að við tökum ákvarðanir í velferðarráðuneytinu, og svo sem í öðrum ráðuneytum, að þá geta þær verið umdeildar. Það tengist mörgum þeim ákvörðunum sem við höfum verið að taka undanfarið. Hins vegar byggist þetta fyrst og fremst á tillögum barnaverndarstofu sem benti á þetta sem góða bráðabirgðarlausn og síðan erum við núna að vinna og huga að framtíðarfyrirkomulagi,“ segir Eygló. Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um að félagsmálaráðherra hygðist fela Barnaverndarstofu að gera 500 milljóna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi alfarið lagst gegn því, þar sem nýting á úrræðinu sé ófullnægjandi. Auk þess sem staðsetning heimilisins í Skagafirði sé óheppileg í ljósi þess að takmarkaður aðgangur sé að fagfólki á þessu svæði.Er réttlætanlegt að nýta þessa fjármuni með þessum hætti?„Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þetta er nánast sama upphæðin og var samið um árið 2012, bara með verðlagsbreytingum og öðru,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.Eygló hafnar því að hafa orðið fyrir þrýstingi alþingis- og sveitarstjórnarmanna á norðurlandi um að meðferðarheimilið verði staðsett í Skagafirði. Þá segir hún þessa ráðstöfun ekki hluta af byggðastefnu ríkisstjórnarinnar. „Hins vegar er það auðvitað alltaf þannig að þegar að við tökum ákvarðanir í velferðarráðuneytinu, og svo sem í öðrum ráðuneytum, að þá geta þær verið umdeildar. Það tengist mörgum þeim ákvörðunum sem við höfum verið að taka undanfarið. Hins vegar byggist þetta fyrst og fremst á tillögum barnaverndarstofu sem benti á þetta sem góða bráðabirgðarlausn og síðan erum við núna að vinna og huga að framtíðarfyrirkomulagi,“ segir Eygló.
Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00
Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46
Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00
„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37