Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Hanna Ólafsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði Vísir/GVA Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. Barnaverndarstofa hefur ítrekað lagt til að slíkt ákvæði sé í þjónustusamningi við Háholt til að tryggja hámarksnýtingu fjármuna. Sé ekkert slíkt ákvæði í samningi sem tryggir ríkinu heimild til uppsagnar sé verið að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að tryggt sé að nokkur þjónusta komi á móti til lengri tíma. Barnaverndarstofa hefur útskýrt fyrir Ríkisendurskoðun að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindum ábendingum um nýtingarhlutfall vegna andstöðu velferðarráðuneytisins. Fréttablaðið reyndi í gær að fá svör frá Eygló Harðardóttur velferðarráðherra við því hvers vegna ráðuneytið lagðist gegn slíku nýtingarákvæði en fékk ekki skýr svör. Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra, segir að ráðuneytið hafi lagst gegn ákvæði um nýtingarhlutfall þar sem það hafi ekki þótt viðeigandi. Matthías segir að þar sem ungir afbrotamenn séu stundum vistaðir í Háholti sé ekki hægt að hafa samninginn þannig að hann sé uppsegjanlegur ef nýting fari undir ákveðið viðmið. Það verði að vera hægt að stóla á að úrræðið sé til staðar þótt nýtingin hafi verið slæm. Málefni Háholts eru búin að vera í umræðunni síðan Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að til stæði að gera þjónustusamning við Háholt upp á tæpar 500 milljónir króna til þriggja ára þvert á vilja Barnaverndarstofu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi þessa ráðstöfun harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær og segir ekki vera fagleg rök fyrir áframhaldandi samningum við Háholt, þar sem bæði Barnaverndarstofa og innanríkisráðuneytið hafi bent á að slíkt úrræði ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérhæfð fagþjónusta sé fyrir hendi. Oddný Harðardóttir hefur krafist þess að fjárlaganefnd fundi um málið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að kynna sér málefni Háholts og taka afstöðu til þeirra fyrir helgi. Eygló Harðardóttir hefur harðlega neitað því að byggðasjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins við Háholt. Það er hins vegar ljóst að reksturinn er mikið hagsmunamál fyrir Skagfirðinga. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, segist hafa áhyggjur af stöðu atvinnumála í Skagafirði en um 55 til 60 opinber störf hafa verið lögð niður í sveitarfélaginu frá 2008. Aðspurður hvort hann hafi lýst þeim áhyggjum beint við ráðherrann segir hann þær hafa komið til tals þegar hann hitti á hana á Alþingi. „Ég hef rætt þessar áhyggjur mínar við Eygló þegar ég hef hitt á hana eins og ég hef rætt þær við fleiri ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Við höfum barist fyrir þessum störfum og reynt að snúa þróuninni við.“ Tengdar fréttir Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. Barnaverndarstofa hefur ítrekað lagt til að slíkt ákvæði sé í þjónustusamningi við Háholt til að tryggja hámarksnýtingu fjármuna. Sé ekkert slíkt ákvæði í samningi sem tryggir ríkinu heimild til uppsagnar sé verið að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að tryggt sé að nokkur þjónusta komi á móti til lengri tíma. Barnaverndarstofa hefur útskýrt fyrir Ríkisendurskoðun að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindum ábendingum um nýtingarhlutfall vegna andstöðu velferðarráðuneytisins. Fréttablaðið reyndi í gær að fá svör frá Eygló Harðardóttur velferðarráðherra við því hvers vegna ráðuneytið lagðist gegn slíku nýtingarákvæði en fékk ekki skýr svör. Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra, segir að ráðuneytið hafi lagst gegn ákvæði um nýtingarhlutfall þar sem það hafi ekki þótt viðeigandi. Matthías segir að þar sem ungir afbrotamenn séu stundum vistaðir í Háholti sé ekki hægt að hafa samninginn þannig að hann sé uppsegjanlegur ef nýting fari undir ákveðið viðmið. Það verði að vera hægt að stóla á að úrræðið sé til staðar þótt nýtingin hafi verið slæm. Málefni Háholts eru búin að vera í umræðunni síðan Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að til stæði að gera þjónustusamning við Háholt upp á tæpar 500 milljónir króna til þriggja ára þvert á vilja Barnaverndarstofu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi þessa ráðstöfun harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær og segir ekki vera fagleg rök fyrir áframhaldandi samningum við Háholt, þar sem bæði Barnaverndarstofa og innanríkisráðuneytið hafi bent á að slíkt úrræði ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérhæfð fagþjónusta sé fyrir hendi. Oddný Harðardóttir hefur krafist þess að fjárlaganefnd fundi um málið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að kynna sér málefni Háholts og taka afstöðu til þeirra fyrir helgi. Eygló Harðardóttir hefur harðlega neitað því að byggðasjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins við Háholt. Það er hins vegar ljóst að reksturinn er mikið hagsmunamál fyrir Skagfirðinga. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, segist hafa áhyggjur af stöðu atvinnumála í Skagafirði en um 55 til 60 opinber störf hafa verið lögð niður í sveitarfélaginu frá 2008. Aðspurður hvort hann hafi lýst þeim áhyggjum beint við ráðherrann segir hann þær hafa komið til tals þegar hann hitti á hana á Alþingi. „Ég hef rætt þessar áhyggjur mínar við Eygló þegar ég hef hitt á hana eins og ég hef rætt þær við fleiri ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Við höfum barist fyrir þessum störfum og reynt að snúa þróuninni við.“
Tengdar fréttir Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00
„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37