Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Hanna Ólafsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði Vísir/GVA Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. Barnaverndarstofa hefur ítrekað lagt til að slíkt ákvæði sé í þjónustusamningi við Háholt til að tryggja hámarksnýtingu fjármuna. Sé ekkert slíkt ákvæði í samningi sem tryggir ríkinu heimild til uppsagnar sé verið að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að tryggt sé að nokkur þjónusta komi á móti til lengri tíma. Barnaverndarstofa hefur útskýrt fyrir Ríkisendurskoðun að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindum ábendingum um nýtingarhlutfall vegna andstöðu velferðarráðuneytisins. Fréttablaðið reyndi í gær að fá svör frá Eygló Harðardóttur velferðarráðherra við því hvers vegna ráðuneytið lagðist gegn slíku nýtingarákvæði en fékk ekki skýr svör. Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra, segir að ráðuneytið hafi lagst gegn ákvæði um nýtingarhlutfall þar sem það hafi ekki þótt viðeigandi. Matthías segir að þar sem ungir afbrotamenn séu stundum vistaðir í Háholti sé ekki hægt að hafa samninginn þannig að hann sé uppsegjanlegur ef nýting fari undir ákveðið viðmið. Það verði að vera hægt að stóla á að úrræðið sé til staðar þótt nýtingin hafi verið slæm. Málefni Háholts eru búin að vera í umræðunni síðan Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að til stæði að gera þjónustusamning við Háholt upp á tæpar 500 milljónir króna til þriggja ára þvert á vilja Barnaverndarstofu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi þessa ráðstöfun harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær og segir ekki vera fagleg rök fyrir áframhaldandi samningum við Háholt, þar sem bæði Barnaverndarstofa og innanríkisráðuneytið hafi bent á að slíkt úrræði ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérhæfð fagþjónusta sé fyrir hendi. Oddný Harðardóttir hefur krafist þess að fjárlaganefnd fundi um málið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að kynna sér málefni Háholts og taka afstöðu til þeirra fyrir helgi. Eygló Harðardóttir hefur harðlega neitað því að byggðasjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins við Háholt. Það er hins vegar ljóst að reksturinn er mikið hagsmunamál fyrir Skagfirðinga. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, segist hafa áhyggjur af stöðu atvinnumála í Skagafirði en um 55 til 60 opinber störf hafa verið lögð niður í sveitarfélaginu frá 2008. Aðspurður hvort hann hafi lýst þeim áhyggjum beint við ráðherrann segir hann þær hafa komið til tals þegar hann hitti á hana á Alþingi. „Ég hef rætt þessar áhyggjur mínar við Eygló þegar ég hef hitt á hana eins og ég hef rætt þær við fleiri ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Við höfum barist fyrir þessum störfum og reynt að snúa þróuninni við.“ Tengdar fréttir Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. Barnaverndarstofa hefur ítrekað lagt til að slíkt ákvæði sé í þjónustusamningi við Háholt til að tryggja hámarksnýtingu fjármuna. Sé ekkert slíkt ákvæði í samningi sem tryggir ríkinu heimild til uppsagnar sé verið að skuldbinda ríkissjóð til útgjalda án þess að tryggt sé að nokkur þjónusta komi á móti til lengri tíma. Barnaverndarstofa hefur útskýrt fyrir Ríkisendurskoðun að ekki sé hægt að verða við fyrrgreindum ábendingum um nýtingarhlutfall vegna andstöðu velferðarráðuneytisins. Fréttablaðið reyndi í gær að fá svör frá Eygló Harðardóttur velferðarráðherra við því hvers vegna ráðuneytið lagðist gegn slíku nýtingarákvæði en fékk ekki skýr svör. Matthías Imsland, aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra, segir að ráðuneytið hafi lagst gegn ákvæði um nýtingarhlutfall þar sem það hafi ekki þótt viðeigandi. Matthías segir að þar sem ungir afbrotamenn séu stundum vistaðir í Háholti sé ekki hægt að hafa samninginn þannig að hann sé uppsegjanlegur ef nýting fari undir ákveðið viðmið. Það verði að vera hægt að stóla á að úrræðið sé til staðar þótt nýtingin hafi verið slæm. Málefni Háholts eru búin að vera í umræðunni síðan Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að til stæði að gera þjónustusamning við Háholt upp á tæpar 500 milljónir króna til þriggja ára þvert á vilja Barnaverndarstofu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýndi þessa ráðstöfun harðlega í fréttum Stöðvar 2 í gær og segir ekki vera fagleg rök fyrir áframhaldandi samningum við Háholt, þar sem bæði Barnaverndarstofa og innanríkisráðuneytið hafi bent á að slíkt úrræði ætti að vera á höfuðborgarsvæðinu þar sem sérhæfð fagþjónusta sé fyrir hendi. Oddný Harðardóttir hefur krafist þess að fjárlaganefnd fundi um málið. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að kynna sér málefni Háholts og taka afstöðu til þeirra fyrir helgi. Eygló Harðardóttir hefur harðlega neitað því að byggðasjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins við Háholt. Það er hins vegar ljóst að reksturinn er mikið hagsmunamál fyrir Skagfirðinga. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, segist hafa áhyggjur af stöðu atvinnumála í Skagafirði en um 55 til 60 opinber störf hafa verið lögð niður í sveitarfélaginu frá 2008. Aðspurður hvort hann hafi lýst þeim áhyggjum beint við ráðherrann segir hann þær hafa komið til tals þegar hann hitti á hana á Alþingi. „Ég hef rætt þessar áhyggjur mínar við Eygló þegar ég hef hitt á hana eins og ég hef rætt þær við fleiri ráðherra og þingmenn kjördæmisins. Við höfum barist fyrir þessum störfum og reynt að snúa þróuninni við.“
Tengdar fréttir Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00
„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37