Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. október 2014 21:02 Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“ Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“
Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00