Erlent

Grunaður um að leggja barn sér til munns

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mohammad Arif Ali hefur áður komið við sögu lögreglu vegna mannáts.
Mohammad Arif Ali hefur áður komið við sögu lögreglu vegna mannáts.
Karlmaður í Pakistan hefur verið handtekinn vegna gruns um að leggja barn sér til munns. BBC greinir frá en höfuð barnsins, sem sagt er á aldrinum tveggja til þriggja ára, fannst í húsi mannsins í Punjab-héraði eftir að nágrannar hans kvörtuðu undan óþef.

Maðurinn, Mohammad Arif Ali, var handtekinn en hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna mannáts. Árið 2011 var hann ásamt bróður sínum dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að stela líki konu úr gröf.

Bræðurnir bjuggu til karrýpottrétt úr líkamsleifum konunnar en engin viðurlög eru við mannáti í Pakistan. Bræðurnir voru því einungis dæmdir fyrir að vanvirða gröf konunnar og losnuðu þeir úr fangelsi í fyrra. Því mótmælti almenningur harðlega.

Talið er að líki barnsins hafi verið stolið úr gröf en ekki hefur tekist að bera kennsl á líkið. Arif viðurkenndi við yfirheyrslur að bræðurnir hafi hlutað líkið niður og eldað það, en hann neitar að hafa lagt það sér til munns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×